Fara í efni

Söguslóðir 2011

ssf logo
ssf logo

Samtök um sögutengda ferðaþjónustu eru fimm ára á þessu ári og af því tilefni verður hið árlega Söguslóðaþing 2011 haldið í samvinnu við Norræna húsið og stendur þar yfir í tvo daga 29. og 30 apríl. Á föstudeginum verður málþing með fjölda áhugaverðra erinda og á laugardeginum munu félagar í samtökunum kynna sig og verkefni sín á fjölbreyttan máta í Norræna húsinu.

Söguslóðir - málþing
Hið árlega málþing samtakanna, Söguslóðir 2011 verður haldið í Norræna húsinu föstudaginn 29. apríl frá 14:00-17:00. Fjallað verður um upplifun og þátttöku gesta í starfi safna og setra og hvernig gesturinn getur ferðast aftur til fortíðar með upplifun á hverjum stað.
Aðal fyrirlesarar koma frá Svíþjóð þar sem þau hafa m.a. séð um rekstur á járnaldarstað sem er rekinn með starfsemi fyrir ferðamenn allt árið.
Einnig kynnir Listaháskólinn upplifiunarhönnun og verkefni sem snúa að því að færa gestunum söguna á fjölbreyttan hátt í gegnum, hönnun, veitingar og aðra vöruþróun.
Þá verða nokkur styttri en einnig mjög áhugaverð erindi.

Mynningar félagsmanna
Laugardaginn 30 apríl munu síðan félagmenn samtakanna sem telja yfir 80 aðila kynna Söguferðaþjónustu um allt land með margvíslegum uppákomum, sögum, leiksýningum og kynningum í Norræna Húsinu frá klukkan 11:00 -17:00.

Dagskrá sem PDF

www.soguslodir.is