Fara í efni

Á ferð um Ísland komin út

Around iceland 2011
Around iceland 2011

Ferðahandbókin "Á ferð um Ísland" er nú komin út. Útgáfufélagið Heimur gefur bókina út á þremur tungumálum; íslensku, ensku og þýsku.

Enska útgáfan Around Iceland hefur komið út samfellt í 36 ár, íslenska útgáfan Á ferð um Ísland kemur nú út í 21 sinn en þýska útgáfan Rund um Island kemur nú út í 14 sinn.  Ritunum er dreift í 100.000 eintökum á alla helstu ferðamannastaði landsins sem eru um fimm hundruð talsins. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta, þjónustulistar sem eru uppfærðir árlega í samstarfi við heimamenn, ásamt kortum þar sem gististaðir, tjaldsvæði og sundlaugar eru númeraðar á svæðum utan þéttbýlis.  Sambærileg kort eru einnig frá helstu þéttbýlisstöðum landsins. Þá er einnig að finna hálendiskafla með hálendiskorti og þjónustulistum í bókinni. Fremst í bókinni er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu og margt fleira.

Miklar vinsældir Íslandsbóka Heims hafa fyrir löngu sannað gildi þeirra. Sumarið 2008 var gerð könnun meðal erlendra ferðamanna á notkun bókanna og kom í ljós, að meira en þriðjungur þeirra  notaði bækurnar og 48% þýskumælandi ferðamanna notaði Rund um Island.  

Fjöldi fallegra ljósmynda, m.a. eftir Pál Stefánsson ljósmyndara Heims,  skreyta bækurnar og er hægt að kaupa myndirnar á www.heimur.is   Auglýsingasala gerir kleift að dreifa bókunum ókeypis en í ár prýðir fjöldi nýrra auglýsingasíðna bækurnar. Margar af nýju auglýsingasíðunum hafa verið hannaðar hjá Heimi. Þess má auk þess geta að bækurnar eru einnig birtar í vefútgáfu á www.heimur.is/world  Ritstjóri bókanna er Ottó Schopka.