Fara í efni

"Iceland Wants to Be Your Friend? var valin besta markaðsherferðin

Iceland wants to be
Iceland wants to be

Markaðsherferðin „Iceland Wants to Be Your Friend” var valin besta markaðsherferðin á síðasta ári við afhendingu íslensku vefverðlaunanna síðastliðinn föstudag.

Ferðamálastofa setti verkefnið af stað en það er hannað og stýrt af Valgeiri Valdimarssyni og samstarfsfólki hans hjá Takk, Takk. Það færðist síðan til Íslandsstofu samhliða öðru erlendu markaðsstarfi.

Dómnefndin heilluð
Dómnefnd verðlaunanna var, eins og hún sagði sjálf, bókstaflega heilluð. „Meðal þess sem kom fram í umfjöllun hennar var að þetta væri ekki aðeins dæmi um bestu markaðsherferð á netinu á Íslandi, heldur bestu netmarkaðsherferð fyrir viðskiptavin af þessu tagi í heiminum. Slíkar lýsingar hafa raunar líka heyrst frá erlendu fagfólki sem rekist hefur á þessa hugmyndaríku netherferð frá Íslandi. Það er við hæfi að halda ekki aftur af lofinu þegar við verðlaunum þennan aðiila því að hugmyndafræðin, á bakvið markaðsherferðina sem um ræðir, byggist að stóru leyti á hógværð og sjarmerandi lítillæti. En sjón er sögu ríkari... Já! Það hefur lítið farið fyrir herferðinni innanlands fyrr en nú og það er tími til kominn að aðstandendur hennar fái almennilegt hrós,“ segir í frétt frá Samtökum vefiðnaðarins, sem standa að verðlaununum.

Þá má einnig geta þess að vefur Noðursiglingar á Húsavík var valinn besta sölu og kynningarvefurinn hjá fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn.

www.icelandwantstobeyourfriend.com