Fara í efni

Málþing um atvinnuuppbyggingu í Borgarbyggð

Reykholt
Reykholt

Laugardaginn 26. febrúar verður haldið málþing um atvinnuuppbyggingu í Borgarbyggð. Málþingið er haldið í Reykholti en eins og dagskráin ber með sér er veruleg áhersla á þátt ferðaþjónustunnar og uppbyggingu sem henni tengist.

 

 

 

    Dagskrá:

13:00-13:20  Hvert viljum við stefna.
                    Jónína Erna Arnarsdóttir, formaður Borgarfjarðarstofu.
13:20-13:40  Atvinnuuppbygging í sátt við umhverfið.
                    Ólafur Þór Gunnarsson, alþingismaður og fulltrúi í Umhverfisnefnd Alþingis.  
13:40-14:00 Langjökull, hugmyndir um ísgöng og aðstöðumál.
                    Reynir Sævarsson frá verkfræðistofunni EFLA
14:00-14:20 Miðaldarböð við Deildartunguhver. 
                    Kjartan Ragnarsson, kynnir nýjustu hugmyndir.
14:20-14:40 Farmfarafélag Borgarfjarðar.
                   Óskar Guðmundsson. Nýjar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu í Reykholti og
                   nágrenni.
14:40-15:00 Ferðaþjónusta –tálsýn eða raunveruleiki.
                  Elías Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu.
15:00-15:30  Kaffi
15:30-15:50 Heilsársvegir að Langjökli og Uxahryggjaleið. 
                   Magnús V. Jóhannsson, svæðisstjóri Norðvesturssvæðis hjá Vegagerðinni.
15:50-16:10 Aðalskipulag Borgarbyggðar, stjórntæki til atvinnuuppbyggingar. 
                   Ragnar Frank Kristjánsson, forseti sveitastjórnar.
16:10-16:30 Umræður og fyrirspurnir/ samantekt. 
16:30           Fundarslit.