Fara í efni

Handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum

Handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum
Handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum

Út er komin vönduð handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum. Um ákveðin tímamót er að ræða þar sem með henni er í fyrsta sinn sett fram heildstætt kerfi fyrir samræmdar merkingar á þessum stöðum, sem mun er fram í sækir verða til mikils hagræðis fyrir bæði ferðamenn og þá aðila sem standa að framkvæmdum.

Handbókin er samstarfsverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Ferðamálastofu og Þingvallaþjóðgarðs. Handbókin þjónar sem hönnunarstaðall fyrir aðildarstofnanirnar en er jafnframt ætluð öllum þeim sem koma að mótun umhverfis ferðamanna á Íslandi.

Framleiðsluteikningar fylgja
Í handbókinni er meðal annars að finna leiðbeinar um notkun táknmynda og texta, ásamt framleiðslu og uppsetningu skilta. Handbókinni fylgja táknmyndir og framleiðsluteikningar í rafrænu formi sem hægt er að hlaða niður beint af vefjum þeirra aðila sem koma að útgáfunni, án endurgjalds. Handbókin og þau gögn sem fylgja verða uppfærð reglulega á vefnum.

Margvíslegt hagræði
Meðhandbókinni er leitast við að einfalda til muna aðgengi að gögnum og táknmyndum við skiltagerð. Þá er með þessu stuðlað að notkun íslenskrar hönnunar og framleiðslu við merkingar á ferðamannastöðum. Markmiðið er að móta skiltakerfi sem hentar íslenskum aðstæðum og krefst lágmarks viðhalds en er jafnframt sveigjanlegt og auðvelt að bæta við það.

Höfundar handbókarinnar og skiltakerfisins eru Guðrún Ingvarsdóttir, arkitekt FAÍ Plan arkitektar, Annetta Scheving grafískur hönnuður, Árni Jón Sigfússon arkitekt og Gústaf Vífilsson verkfræðingur. Fjöldi annarra kom að vinnunni frá þeim stofnunum sem standa að handbókinni og stýrihópinn skipuðu Þórður H. Ólafsson fyrir Vatnajökulsþjóðgarð, Ólafur A. Jónsson fyrir Umhverfisstofnun, Sveinn R. Traustason fyrir Ferðamálastofu og Guðrún S. Kristinsdóttir fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Tenging á handbókina er hér að neðan en þar er hægt að skoða hana í vefútgáfu og hlaða handbókinni og fylgigögnum niður sem PDF.