Gistinætur á heilsárshótelum árið 2010

Gistinætur á heilsárshótelum árið 2010
Hótel 2010

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum á liðnu ári. Tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Gistinætur á hótelum árið 2010 voru 1.290.200, en það er fækkun um 3% frá árinu 2009 þegar þær voru 1.333.800. Gistinóttum fjölgaði á Suðurnesjum um 3% og á Vesturlandi og Vestfjörðum um 2%. Svipaður fjöldi gistinótta var á Suðurlandi milli ára en í öðrum landshlutum fækkaði gistinóttum lítillega. Á Austurlandi fækkaði gistinóttum um 5% frá fyrra ári, á Norðurlandi um 4% sem og á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir árið 2010 hefur gistinóttum Íslendinga sem og erlendra gesta fækkað um 3% miðað við árið 2009.

Nánar á vef Hagstofunnar


Athugasemdir