Fara í efni

Metfjöldi erlendra ferðamanna í janúar

Taln jan 2011
Taln jan 2011

Erlendir gestir hafa aldrei verið jafn margir í janúar og í ár, frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð. Árið fer því vel af stað.

Um 22 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum janúarmánuði og er um að ræða 3.500 fleiri brottfarir en á árinu 2010. Erlendum gestum fjölgaði því um 18,5% í janúarmánuði á milli ára.

Fjölgun frá öllum markaðssvæðum
Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá fjölgun frá þeim öllum. Um þúsund fleiri Norðurlandabúar fóru frá landinu í janúar en í sama mánuði árið 2010 og sama má segja um N.-Ameríkana og gesti frá Mið- og S-Evrópu. Þúsund fleiri gestir frá hvoru markaðssvæði fyrir sig fóru um Leifsstöð í nýliðnum janúarmánuði en í janúar 2010. 

Fleiri Íslendingar fara utan
Umtalsvert fleiri Íslendingar fóru utan í janúar í ár en í fyrra, 22.700 fóru utan í ár, tæplega þrjú þúsund fleiri en árinu áður þegar tæplega 20 þúsund Íslendingar fóru utan. Aukningin nemur 14,2% á milli ára.

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.

Skiptingu milli landa í janúar má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ
Janúar eftir þjóðernum
      Breyting milli ára
  2010 2011 Fjöldi (%)
Bandaríkin 2.077 2.909 832 40,1
Bretland 4.312 4.526 214 5,0
Danmörk 1.232 1.625 393 31,9
Finnland 275 443 168 61,1
Frakkland 796 1.451 655 82,3
Holland 669 698 29 4,3
Ítalía 252 301 49 19,4
Japan 767 835 68 8,9
Kanada 241 352 111 46,1
Kína 226 183 -43 -19,0
Noregur 1.489 1.506 17 1,1
Pólland 503 521 18 3,6
Rússland 165 237 72 43,6
Spánn 201 301 100 49,8
Sviss 229 315 86 37,6
Svíþjóð 1.525 2.033 508 33,3
Þýskaland 1.374 1.538 164 11,9
Annað 2.449 2.488 39 1,6
Samtals 18.782 22.262 3.480 18,5
         
Janúar eftir markaðssvæðum
      Breyting milli ára
  2010 2011 Fjöldi (%)
Norðurlönd 4.521 5.607 1.086 24,0
Bretland 4.312 4.526 214 5,0
Mið-/S-Evrópa 3.521 4.604 1.083 30,8
Norður Ameríka 2.318 3.261 943 40,7
Annað 4.110 4.264 154 3,7
Samtals 18.782 22.262 3.480 18,5