Fara í efni

Samstarfssamningur undirritaður um færnikröfur í ferðaþjónustu

SAF færninám
SAF færninám

Samtök ferðaþjónustunnar hlutu styrk í haustúthlutun Starfsmenntaráðs  m.a. vegna samstarfsverkefnis um færnikröfur í ferðaþjónustu.

Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli SAF, Starfsgreinasambandsins ( SGS) og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins ( FA) um að leggja grunn að heildstæðu námi fyrir ófaglærða starfsmenn í ferðaþjónustu. Auk þeirra koma að verkefninu fulltrúar fræðsluaðila, helstu stéttarfélaga og fræðslusjóða sem mynda auk SAF og SGS fagráð í ferðaþjónustu og er afrakstur þess samstarfs m.a. námsskrárnar Færni í ferðaþjónustu I og Færni í ferðaþjónustu II.

Tilgangur þessa verkefnis er að búa til skýrar námsleiðir í samræmi við nýja hugsun í tilhögun náms bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Er þá fyrst og fremst átt við viðmiðaramma um ævinám en íslensk menntayfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að allt nám í framhaldsskólum sé skilgreint samkvæmt þeim ramma og hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er stefnt að því að aðlaga námstilboð fyrir fullorðna á vinnumarkaði á sama hátt. Ferðaþjónustan ríður á vaðið með þessu samstarfsverkefni.

Mynd. Frá undirritun samningsins, f.v. María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi SAF, Skúli Thoroddsen, SGS og Guðrún Reykdal, fjármálastjóri FA.