Fara í efni

Farþegar um Keflavíkurflugvöll 2010

Flugstöð
Flugstöð

Samkvæmt tölum frá Keflavíkurflugvelli fóru tæplega 1,8 milljónir farþega um völlinn á nýliðnu ári. Þetta er um 8% fjölgun á milli ára.

Alls voru farþegar 1.791.637 á árinu 2010, samanborið við 1.658.409 farþega árið 2009. Hlutfallslega meiri aukning varð í umferð áfram- og skiptifarþega (transit) en meðal þeirra sem voru á leið til og frá landinu. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir desember en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá mun heildarfjöldi gesta til landsins í fyrra jafnframt liggja fyrir. Nánari skiptingu á farþegum um Keflavíkurflugvöll má sjá í meðfylgjandi töflu.

  Des. 10 YTD Des 2009 YTD Mán. % breyting YTD breyting
Héðan:      37.064           717.921        33.164         706.027     11,76% 1,68%
Hingað:      46.394           743.046        41.139         714.682     12,77% 3,97%
Áfram:        2.700             23.854          3.276          47.020     -17,58% -49,27%
Skipti.      17.479           306.322        13.525         190.680     29,23% 60,65%
     103.637        1.791.143        91.104      1.658.409     13,76% 8,00%