Fara í efni

EDEN ? Gæða áfangastaðir sem tengjast vatni

Bátar við höf
Bátar við höf

Ferðamálastofa óskar eftir umsóknum vegna fjórðu Evrópsku EDEN samkeppninnar um gæða áfangastaði í Evrópu. (European Destination of Excellence). Þema ársins 2010 er Sjálfbær ferðaþjónusta tengd vatni (Sustainable Aquatic Tourism).

Markmið
Markmið EDEN verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni.

Áfangastaðurinn þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Staðurinn/svæðið má ekki vera hefðbundinn ferðamannastaður. Fjöldi ferðamanna skal vera lítill eða mjög lítill miðað við landsmeðaltal.
  2. Staðurinn/svæðið þarf að vera hannaður eða skilgreindur sem áfangastaður með áherslu á strand-, ár-, eða vatnaferðamennsku og hafi sett sér markmið um að starfa skv. markmiðum WTO um sjálfbæra ferðaþjónustu*.
  3. Staðurinn/svæðið þarf að geta sýnt fram á áhugaverða nýsköpun í ferðaþjónustu sem tengist vatni, sjó eða laugum.

Nánari upplýsingar:
Einn áfangastaður er valinn frá hverju þátttökuríki í Evrópu og hljóta verðlaunahafar titilinn ?2010 EDEN Destination for Sustainable Aquatic Tourism?. Verðlaunaafhendingin og sýning með kynningu á öllum verðlaunaáfangastöðunum fer fram í tengslum við ferðamálaráðstefnuna The European Tourism Forum í nóvember 2010. Allir EDEN verðlaunahafar fá töluverða umfjöllun og kynningu í fjölmiðlum í Evrópu í tengslum við verðlaunaafhendinguna og á vefsíðum og kynningarritum EDEN verkefnisins eftir það. EDEN verðlaunin eru bæði viðurkenning á gæðum viðkomandi áfangastaðar og hafa mikla þýðingu fyrir markaðssetningu. Engin eiginleg peningaverðlaun eru í boði.

Hverjir geta tekið þátt:
Bæir, sveitarfélög og landssvæði sem mynda landfræðilega heild og sem falla undir skilyrðin hér að ofan. Útfyllt umsóknareyðublöð (sjá hér að enðan) þurfa að hafa borist á netfang umhverfisstjóra Ferðamálastofu sveinn@icetourist.is fyrir miðnætti 31. mars 2010.

Ath!
Aðeins vandaðar umsóknir, sem eiga fullt erindi í þessa samkeppni, koma til greina.
Umsóknum ber að skila á ensku

Umsóknareyðublað:
Best er að byrja á að vista umsóknina á eigin tölvu áður en útfylling hefst. T.d. hægri smella á hlekkinn og velja "Save as".

Umsóknareyðublað (word)

Nánari upplýsingar:
http://ec.europa.eu/enterprise/sectors/tourism/eden/
http://en.wikipedia.org/wiki/European_Destinations_of_Excellence

________________________________________
* Skilgreining World Tourism Organization (WTO) á sjálfbærri ferðamennsku hljóðar svo:
?Sjálfbær ferðamennska mætir þörfum ferðamanna og heimamanna en stuðlar um leið að verndun og auknum markaðstækifærum til framtíðar. Þetta felur í sér að auðlindum er stjórnað með þeim hætti að efnahagslegum, félagslegum og fagurfræðilegum þörfum er fullnægt, á sama tíma og viðhaldið er menningu, nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum, líffræðilegri fjölbreytni og nauðsynlegum lífsskilyrðum?.