11.03.2010
Miðvikudaginn 24. mars næstkomandi verður haldið málþing um Jarðminjagarða (Geopark) á Íslandi í Salnum, Kópavogi.
Að málþinginu standa Jarðfræðafélag Íslands, Náttúrustofa Suðurlands, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Náttúrustofa Reykjaness, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Aðgangur er ókeypis en þátttöku þarf að tilkynna á netfangið steini@nnv.is fyrir 22. mars.
Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir og Óskar Bergsson, formaður Borgarráðs ávarpa þingið. Að því loknu koma ellefu erindi og má sjá dagskrá þingsins í meðfylgjandi skjali.
Dagskrá málþing um Jarðminjagarða (PDF)
Lesa meira
09.03.2010
Húsavík er á meðal tíu bestu hvalaskoðunarstaða heims, að áliti blaðamanns Daily Telegraph. Blaðið birtir í ferðablaði sínu í dag grein eftir Victoriu Harwood blaðamann þar sem hún tekur út 10 bestu hvalaskoðunarstaðina.
Þar er Húsavík á meðal staða eins og Lofoten í Noregi og Vancouver eyju í Kanada. Sagt er að í Skjálfanda flóa sé hægt að sjá ýmsar hvalategundir reglulega og þá fær Hvalasafnið góða dóma.
Lesa meira
08.03.2010
Aðalfundur Rannskóknarmiðstöðvar ferðamála (RMF) 2010 var haldinn í liðinni viku. Á fundinum var meðal annars kosin stjórn og þar með hefur stjórn RMF verið endurnýjuð og allir stjórnarmenn fengið endurnýjað umboð frá þeim stofnunum sem þeir eru fulltrúar fyrir. Eru fulltrúar skipaðir til þriggja ára í senn. Stjórn ber meðal annars að skipa forstöðumann með embættisbréfi til þriggja ára. Forstöðumaður RMF er Edward H. Huijbensnns. Umboð hans þarf að endurnýja haustið 2011, þar sem gengið var frá núgildandi samning í ágúst 2008, segir í frétt frá RMF.
Stjórnina skipa nú:Rögnvaldur Ólafsson, formaður Háskóli Íslands Anna Dóra Sæþórsdóttir Háskóli Íslands Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir Háskólinn á Akureyri Fjóla Björk Jónsdóttir Háskólinn á Akureyri Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Háskólinn á Hólum Bjarnheiður Hallsdóttir Samtök ferðaþjónustunnar Oddný Þóra Óladóttir Ferðamálastofa
Lesa meira
05.03.2010
Ferðamálastofa hvetur alla þá er sem eru á ferð um svæðið til að gæta fyllsta öryggis nú sem endranær. Fólk hafi með sér viðhlítandi fjarskiptabúnað og útvarp með langbylgju til að geta fylgst með fréttum.
Ferðamálastofa hvetur til aukinnar varkárni á svæðinu í kjölfar eftirfarandi tilkynningar frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.
Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli, en frá því um áramót hefur virkni færst í aukana. Í lok febrúar jókst svo virknin verulega og síðustu sólarhringana hefur hún verið viðvarandi. Nokkrir jarðskjálftanna hafa verið að stærðinni 2 ? 3. Flestir eru á 7-10 kílómetra dýpi.
Almannavarnir eru með viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Vegna aukinnar virkni í jöklinum hefur verið ákveðið að virkja áætlunina á fyrsta háskastigi, óvissustigi, sem einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Athuganir, rannsóknir, vöktun og mat er aukið og samráð milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar er aukið. Svona óróahrina leiðir ekki endilega til eldgoss.
Síðasta gos í Eyjafjallajökli var 1821 - 1823 og þar á undan árið 1612. Um landnám Íslands er einnig talið að gosið hafi í jöklinum. Gos í Eyjafjallajökli hafa almennt ekki verið hamfaragos, þau byrja rólega en færast svo í aukana. Árin 1994 og 1999 var mikil jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli og talið að kvikuinnskot hafi verið djúpt í fjallinu, sem ekki náði að komast upp á yfirborðið.
Vísindamannaráð almannavarna kemur reglulega saman og fer yfir þróun ýmissa mála. Ráðið samanstendur af vísindamönnum og viðbragðsaðilum sem málið varða hverju sinni. Síðasti fundur á þessum vettvangi var 2. febrúar en þá var farið yfir þróunina í Eyjafjallajökli og ákveðið að fylgjast sérstaklega með breytingum á svæðinu. Síðan þá hafa mælingar sýnt landris og þenslu á svæðinu.
Jarðskjálftahrinan sem hófst í Eyjafjallajökli á miðvikudag heldur áfram með svipuðu sniði og verið hefur. Skjálftarnir eru enn litlir, flestir um og undir einum að stærð og á sama dýpi og verið hefur, 7-10 kílómetrum. Nokkrir skjálftanna hafa náð stærðinni tveimur og gott betur. Stærsti skjálftinn (hingað til) varð í morgun, 5. mars, kl. 06:13, og var hann um þrjú stig.
Lesa meira
05.03.2010
Gistinætur á hótelum í janúar síðastliðnum voru 54.600 en voru 54.700 í sama mánuði árið 2009. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag.
Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og Norðurlandi, þar var fjölgun. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum úr 2.700 í 3.700, 38% aukning, og á Norðurlandi úr 1.600 í 2.000, sem er um 25% aukning milli ára. Hlutfallslega fækkaði gistinóttum mest á Austurlandi úr 700 í 500 eða um 25%. Gistinætur á Vesturlandi og Vestfjörðum voru 1.000 í janúar og fækkaði um 22% frá fyrra ári, á Suðurnesjum voru 2.800 gistinætur sem er 8% minna en í janúar 2009. Gistinætur á höfuðborgarsvæðinu voru svipaðar milli ára, 44.600 nú en 45.400 í janúar 2009. Fækkun gistinátta á hótelum í janúar má rekja til útlendinga. Gistinóttum útlendinga fækkaði um 1%, en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 3% milli ára.
Hagstofan vekur athygli á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira
04.03.2010
Um 20 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í febrúarmánuði síðastliðnum, tvö þúsund fleiri en í febrúar árið 2009. Þannig komu álíka margir í febrúar í ár og árið 2008 sem var þá fjölmennasti febrúarmánuður frá upphafi talninga í Leifsstöð.
Fleiri Íslendingar fóru ennfremur utan í febrúar í ár eða um 17 þúsund, 1700 fleiri en árið 2009 en þá fóru 15.255 Íslendingar utan.
Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá þeim öllum nema Norðurlöndunum. Þannig fjölgaði Bretum og Bandaríkjamönnum um fjórðung, 16% aukning var frá Mið- og Suður Evrópu og 11% aukning frá öðrum löndum en talningar ná til og fjarmörkuðum.
Frá áramótum hafa tæplega fjörutíu þúsund erlendir gestir farið frá landinu eða um tvö prósent fleiri en í janúar og febrúar á síðasta ári. Mest hefur aukningin orðið frá Bretlandi eða um 19 prósent.Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
Febrúar eftir þjóðernum
Janúar-febrúar eftir þjóðernum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2009
2010
Fjöldi
(%)
2009
2010
Fjöldi
(%)
Bandaríkin
1.756
2.186
430
24,5
Bandaríkin
4.142
4.263
121
2,9
Bretland
4.881
6.116
1.235
25,3
Bretland
8.746
10.428
1.682
19,2
Danmörk
1.885
1.418
-467
-24,8
Danmörk
3.795
2.650
-1.145
-30,2
Finnland
322
268
-54
-16,8
Finnland
638
543
-95
-14,9
Frakkland
818
884
66
8,1
Frakkland
1.732
1.680
-52
-3,0
Holland
680
839
159
23,4
Holland
1.239
1.508
269
21,7
Ítalía
116
206
90
77,6
Ítalía
382
458
76
19,9
Japan
588
751
163
27,7
Japan
1.559
1.518
-41
-2,6
Kanada
151
237
86
57,0
Kanada
342
478
136
39,8
Kína
116
180
64
55,2
Kína
266
406
140
52,6
Noregur
1.746
1.618
-128
-7,3
Noregur
3.177
3.107
-70
-2,2
Pólland
536
397
-139
-25,9
Pólland
1.222
900
-322
-26,4
Spánn
116
175
59
50,9
Spánn
337
376
39
11,6
Sviss
123
186
63
51,2
Sviss
391
415
24
6,1
Svíþjóð
1.166
1.247
81
6,9
Svíþjóð
2.606
2.772
166
6,4
Þýskaland
1.212
1.263
51
4,2
Þýskaland
2.694
2.637
-57
-2,1
Annað
2.064
2.322
258
12,5
Annað
4.993
4.936
-57
-1,1
Samtals
18.276
20.293
2.017
11,0
Samtals
38.261
39.075
814
2,1
Febrúar eftir markaðssvæðum
Janúar-febrúar eftir markaðssvæðum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2009
2010
Fjöldi
(%)
2009
2010
Fjöldi
(%)
Norðurlönd
5.119
4.551
-568
-11,1
Norðurlönd
10.216
9.072
-1.144
-11,2
Bretland
4.881
6.116
1.235
25,3
Bretland
8.746
10.428
1.682
19,2
Mið-/S-Evrópa
3.065
3.553
488
15,9
Mið-/S-Evrópa
6.775
7.074
299
4,4
N.-Ameríka
1.907
2.423
516
27,1
N.-Ameríka
4.484
4.741
257
5,7
Annað
3.304
3.650
346
10,5
Annað
8.040
7.760
-280
-3,5
Samtals
18.276
20.293
2.017
11,0
Samtals
38.261
39.075
814
2,1
Ísland
15.255
16.999
1.744
11,4
Ísland
33.821
36.943
3.122
9,2
Lesa meira
03.03.2010
Sumarið 2009 gerði Rannsóknamiðstöð ferðamála ítarlega könnun meðal brottfararfarþega í flugi Iceland Express frá Akureyraflugvelli. Nú liggja niðurstöður fyrir sem verða kynntar á opnum fundi mánudaginn 8 mars á Hótel KEA kl: 10.
Var þetta í fyrsta sinn sem slík rannsókn hefur verið gerð og var hún unnin í náinni samvinnu við Flugstoðir. Í könnuninni var spurt um ferðavenjur, neyslumynstur og upplifun þeirra erlendu gesta sem fara frá Íslandi um Akureyraflugvöll og ferðamynstur þeirra um Norðurland kortlagt. Var könnunin sett upp í sex hlutum. Í fyrsta lagi voru nokkrar almennar spurningar um Íslandsferð svarenda, sem gefa gleggri mynd af ferðamynstri þátttakenda um áfangastaðinn Ísland. Í þessum hluta var t.a.m. spurt um tilgang ferðar, ferðafélaga, dvalarlengd, hvar viðkomandi komi inn í landið og hvaða landshlutar aðrir en Norðurland voru sóttir heim í ferðinni. Í öðru lagi voru sérstakar spurningar sem er ætlað að gefa vísbendingar um ferðamynstur farþeganna um Norðurland á meðan á Íslandsdvöl stóð. Hér var sérstaklega spurt um hvaða staðir/svæði á Norðurlandi voru heimsótt, fjölda gistinátta, gistimáta, samgöngumáta og nýtta afþreyingu. Í þriðja lagi var spurt um helstu útgjaldaliði. Í fjórða lagi voru spurningar um gæði og upplifun þátttakenda af Norðurlandi og þjónustu þar. Í fimmta lagi voru spurningar um upplýsingaþörf og -notkun þátttakenda könnunarinnar bæði fyrir ferð og í ferðinni. Í sjötta og síðasta lagi voru spurningar sem snéru að flugvellinum sjálfum.
Helstu niðurstöður eru þær að þeir erlendu farþegar sem koma og fara gegnum Akureyraflugvöll dveljast mun lengur á Norðurlandi en aðrir erlendir gestir. Nærri helmingur ferðast aðeins um Norðurland og inná Austurland og er því ljóst að með beinu flugi opnast möguleikar á þróun nýs áfangastaðar í ferðaþjónustu, sem við sjáum þegar móta fyrir nú. Einnig er mögulegt útfrá þeim gögnum sem aflað var að áætla tekjur af komum þessara gesta og þannig einnig hvað mörg störf í ferðaþjónustu gætu orðið bein afleiðing millilandaflugsins.
Dagskrá: Á fundinum mun Eyrún Jenný Bjarndóttir, sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála kynna ofangreindar niðurstöður.
Þá mun Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála velta upp hugmyndum um mikilvægi millilandaflugsins fyrir hagkerfið á Norðurlandi og mögulegri fjölgun starfa í ferðaþjónustu á svæðinu ef framtíðaráform ferðaþjónustunnar ná fram að ganga um heilsársflug milli Evrópulanda og Akureyrar.
Einnig mun Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur við Háskólann á Akureyri, skoða í stuttu erindi helstu aðdráttaröfl ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Að lokum verða umræður og fyrirspurnir en í pallborði sitja Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri; Svanhildur Konráðsdóttir, formaður Ferðamálaráðs og frummælendur.
Fundi stýrir Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður
Lesa meira
01.03.2010
Ferðamálastofa óskar eftir umsóknum vegna fjórðu Evrópsku EDEN samkeppninnar um gæða áfangastaði í Evrópu. (European Destination of Excellence). Þema ársins 2010 er Sjálfbær ferðaþjónusta tengd vatni (Sustainable Aquatic Tourism).
MarkmiðMarkmið EDEN verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni.
Áfangastaðurinn þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Staðurinn/svæðið má ekki vera hefðbundinn ferðamannastaður. Fjöldi ferðamanna skal vera lítill eða mjög lítill miðað við landsmeðaltal.
Staðurinn/svæðið þarf að vera hannaður eða skilgreindur sem áfangastaður með áherslu á strand-, ár-, eða vatnaferðamennsku og hafi sett sér markmið um að starfa skv. markmiðum WTO um sjálfbæra ferðaþjónustu*.
Staðurinn/svæðið þarf að geta sýnt fram á áhugaverða nýsköpun í ferðaþjónustu sem tengist vatni, sjó eða laugum.
Nánari upplýsingar:Einn áfangastaður er valinn frá hverju þátttökuríki í Evrópu og hljóta verðlaunahafar titilinn ?2010 EDEN Destination for Sustainable Aquatic Tourism?. Verðlaunaafhendingin og sýning með kynningu á öllum verðlaunaáfangastöðunum fer fram í tengslum við ferðamálaráðstefnuna The European Tourism Forum í nóvember 2010. Allir EDEN verðlaunahafar fá töluverða umfjöllun og kynningu í fjölmiðlum í Evrópu í tengslum við verðlaunaafhendinguna og á vefsíðum og kynningarritum EDEN verkefnisins eftir það. EDEN verðlaunin eru bæði viðurkenning á gæðum viðkomandi áfangastaðar og hafa mikla þýðingu fyrir markaðssetningu. Engin eiginleg peningaverðlaun eru í boði.
Hverjir geta tekið þátt:Bæir, sveitarfélög og landssvæði sem mynda landfræðilega heild og sem falla undir skilyrðin hér að ofan. Útfyllt umsóknareyðublöð (sjá hér að enðan) þurfa að hafa borist á netfang umhverfisstjóra Ferðamálastofu sveinn@icetourist.is fyrir miðnætti 31. mars 2010.
Ath! Aðeins vandaðar umsóknir, sem eiga fullt erindi í þessa samkeppni, koma til greina.Umsóknum ber að skila á ensku
Umsóknareyðublað:Best er að byrja á að vista umsóknina á eigin tölvu áður en útfylling hefst. T.d. hægri smella á hlekkinn og velja "Save as".
Umsóknareyðublað (word)
Nánari upplýsingar:http://ec.europa.eu/enterprise/sectors/tourism/eden/http://en.wikipedia.org/wiki/European_Destinations_of_Excellence
________________________________________* Skilgreining World Tourism Organization (WTO) á sjálfbærri ferðamennsku hljóðar svo: ?Sjálfbær ferðamennska mætir þörfum ferðamanna og heimamanna en stuðlar um leið að verndun og auknum markaðstækifærum til framtíðar. Þetta felur í sér að auðlindum er stjórnað með þeim hætti að efnahagslegum, félagslegum og fagurfræðilegum þörfum er fullnægt, á sama tíma og viðhaldið er menningu, nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum, líffræðilegri fjölbreytni og nauðsynlegum lífsskilyrðum?.
Lesa meira
01.03.2010
Rúmlega 84.500 farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum febrúarmánuði, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er 1,7% fjölgun farþega á milli ára, það er miðað við febrúar í fyrra.
Fjöldi farþega á leið um Keflavíkurflugvöll það sem af er ári er nánast ábreyttur á milli ára en farþegar á leið til og frá landinu eru aðeins fleiri nú en í fyrra. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu. Væntanlegar eru tölur frá Ferðamálastofu um talningu farþega sem fara um úr landi þar sem hægt er að sjá skiptingu eftir þjóðerni.
Feb.10
YTD
Feb.09.
YTD
Mán. % breyting
YTD % Breyting
Héðan:
36.670
75.081
35.954
74.206
1,99%
1,18%
Hingað:
37.558
68.790
36.071
68.035
4,12%
1,11%
Áfram:
1.675
3.767
5.757
13.044
-71,32%
-71,12%
Skipti.
8.670
20.073
5.332
12.124
62,23%
65,56%
84.529
167.711
83.114
167.409
1,70%
0,18%
Lesa meira