Fara í efni

Gistiskýrslur 2009 - 6,6% fjölgun gistinátta

Gistiskýrslur 2009
Gistiskýrslur 2009

Hagstofa Íslands hefur gefið út Gistiskýrslur 2009 í ritröðinni Hagtíðindum. Í þessu hefti eru birtar niðurstöður um gistináttatalningu fyrir allar tegundir gististaða árið 2009.

Heildarfjöldi gistinátta var 2,9 milljónir árið 2009, en það er um 6,6% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði milli ára á öllum tegundum gististaða nema hótelum og gistiheimilum, en þar var fjöldi gistinátta svipaður. Gistinóttum fjölgaði um 29% á tjaldsvæðum, 23% á heimagististöðum, 18% á farfuglaheimilum og í orlofshúsabyggðum. Gistinóttum fjölgaði einnig um 15% í skálum í óbyggðum og 13% á svefnpokagististöðum.

Eftir landsvæðum fjölgaði gistinóttum hlutfallslega mest á Suðurlandi, um 20%, en á Vestfjörðum um 17,6%, á Norðurlandi vestra um 17,3% og á Austurlandi um 7,8%. Gistinætur á Norðurlandi eystra og Suðurnesjum fjölgaði um 7% frá árinu 2008 en fjöldi gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi var svipaður á milli ára.


Gistiskýrslur 2009 - Hagtíðindi