Fara í efni

Húsavík í topp tíu

Hvalamynd
Hvalamynd

Húsavík er á meðal tíu bestu hvalaskoðunarstaða heims, að áliti blaðamanns Daily Telegraph. Blaðið birtir í ferðablaði sínu í dag grein eftir Victoriu Harwood blaðamann þar sem hún tekur út 10 bestu hvalaskoðunarstaðina.

Þar er Húsavík á meðal staða eins og Lofoten í Noregi og Vancouver eyju í Kanada. Sagt er að í Skjálfanda flóa sé hægt að sjá ýmsar hvalategundir reglulega og þá fær Hvalasafnið góða dóma.