Fara í efni

Fjölmennur aðalfundur SAF

Aðalfundur saf 2010
Aðalfundur saf 2010

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn í gær á Hilton Reykjavík Nordica og sóttu hann vel yfir tvö hundruð manns.  Aðalumræðuefni var tækifæri til verðmætasköpunar með aukinni vetrarferðamennsku og hvernig við hámörkum sölu ferða til Íslands á netinu.

Árni Gunnarsson, formaður SAF,  og Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, komu bæði víða við í erindum sínum. Marianne Krause, markaðsstjóri Comma Group og fyrrverandi ferðamálastjóri Finnlands fjallaði um hvernig Finnar komust út úr kreppunni með því að leggja áherslu á vetrarferðamennsku og að ferðamenn að vetrarlagi skyldu að jafnaði eftir meiri tekjur en ferðamenn að sumarlagi. Peter Dennis, forstjóri Time Communications Group, fjallaði um sölu Íslandsferða á netinu.

Þá fór fram verðlaunaafhending Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, en það var ritgerð Jónu Sigurbjargar Kjölur ? Fjölbreytt landslag, ferðamennska og upplifun, frá verkfræði og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands ? ferðamálafræði sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Í lok fundar sköpuðust líflegar umræður um efni fundarins.

Nánari upplýsingar um fundinn og þau erindi sem þar voru flutt má nálgast á vef SAF.

Óbreytt stjórn SAF
Tillaga kjörnefndar var að stjórn SAF sæti óbreytt og var Árni Gunnarsson endurkjörinn formaður samatkanna til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn eru Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Lára B. Pétursdóttir, Gunnar Guðmundsson, Sævar Skaptason, Ólafur Torfason og Friðrik Pálsson.