Fara í efni

Óður til hreindýrsins - málþing

hreindýr
hreindýr

Málþingið Óður til hreindýrsins á Vetrarhátíð í Ríki Vatnajökuls, verður haldið miðvikudaginn 31.mars (daginn fyrir Skírdag). Málþingið fer fram í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Markmiðið er að fræðast almennt um hreindýrin og greina þau tækifæri sem felast í þessari auðlind sem hreindýrin eru. Leitast verður við að málþingið verði þverfaglegt og varpi ljósi á flesta þá þætti sem tengjast hreindýrum, eins og ferðaþjónustu, handverk, mat úr héraði, skotveiði og veiðilendur.

Um kvöldið veður kvöldverður á Hótel Höfn þars em snæddur verður matur úr héraði og einnig frumflutt skemmtiatriði sem ber heitið Óður til hreindýrsins. Vinsamlega skráið þátttöku sem fyrst í netfangið rosa@rikivatnajokuls.is en í síðasta lagi föstudaginn 26. mars, tilkynna þarf sérstaklega þátttöku í kvöldverði.

Dagskrá (PDF)