Fara í efni

Keflavíkurflugvöllur veitir bestu þjónustuna

Flugstöð
Flugstöð

Keflavíkurvöllur var sá flugvöllur í Evrópu sem flugfarþegar töldu veita bestu þjónustuna á síðasta ári, samkvæmt könnun meðal farþega sem Alþjóðasamtök flugvallarekenda, ?Airports council international? (ACI), gerðu.

Fram kemur á heimasíðu Víkurfrétta að stjórnendur Keflavíkurflugvallar áforma að fagna þessum árangri með starfsfólki Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á morgun.

Fimm flugvellir voru taldir bestir í þjónustukönnun ACI, allir í Asíu. Seoul Incheon International Airport í Suður-Kóreu er einn af þeim, eins og verið hefur síðustu fimm ár. Fram kemur á vef samtakanna að það er nýtt met.

Hinir flugvellirnir í fremstu röð eru í Singapore, Hong Kong, Peking og Hyderabad í Indlandi. Til viðbótar eru útnefndir bestu flugvellirnir á sex svæðum og í fimm stærðarflokkum. Keflavíkurflugvöllur varð efstur allra flugvalla í Evrópu. Kannaðir eru yfir 30 þjónustuþættir á flugvöllunum. Keflavíkurflugvöllur var í fjórða sæti í fyrra og hefur oft verið ofarlega.