Fara í efni

Áhyggjur af boðuðu verkfalli

Flugfarþegar
Flugfarþegar

Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir miklum áhyggjum vegna boðaðs verkfalls flugvirkja 22.-28. febrúar næstkomandi enda um verkfall að ræða sem mun stöðva flug til landsins. Samtökin telja klárt að ef af verkfallinu verður muni mikil viðskipti fara forgörðum með tilheyrandi tapi fyrir fyrirtæki og þjóðarbú.

?Verkföll sem stöðva flug til landsins eru slæm fyrir orðspor íslenskrar ferðaþjónustu og fæla ferðamenn frá. Það þarf oft ekki annað en orðróm um verkfall til að ferðamenn hætti við enda er flug eina ferðaleiðin til og frá Íslandi,? segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá skora þau á samningsaðila að ná niðurstöðu áður en til verkfalls kemur.