Fréttir

Keflavíkurflugvöllur veitir bestu þjónustuna

Keflavíkurvöllur var sá flugvöllur í Evrópu sem flugfarþegar töldu veita bestu þjónustuna á síðasta ári, samkvæmt könnun meðal farþega sem Alþjóðasamtök flugvallarekenda, ?Airports council international? (ACI), gerðu. Fram kemur á heimasíðu Víkurfrétta að stjórnendur Keflavíkurflugvallar áforma að fagna þessum árangri með starfsfólki Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á morgun. Fimm flugvellir voru taldir bestir í þjónustukönnun ACI, allir í Asíu. Seoul Incheon International Airport í Suður-Kóreu er einn af þeim, eins og verið hefur síðustu fimm ár. Fram kemur á vef samtakanna að það er nýtt met. Hinir flugvellirnir í fremstu röð eru í Singapore, Hong Kong, Peking og Hyderabad í Indlandi. Til viðbótar eru útnefndir bestu flugvellirnir á sex svæðum og í fimm stærðarflokkum. Keflavíkurflugvöllur varð efstur allra flugvalla í Evrópu. Kannaðir eru yfir 30 þjónustuþættir á flugvöllunum. Keflavíkurflugvöllur var í fjórða sæti í fyrra og hefur oft verið ofarlega.  
Lesa meira

Nýr sjóður til uppbyggingar ferðamannastaða

Ríkisstjórnin fjallaði í liðinni viku um tillögur iðnaðarráðherra um margvíslegar aðgerðir í atvinnu- og nýsköpunarmálum. Meðal aðgerða sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að hrinda í framkvæmd er að vinnuhópur um aðkomu lífeyrissjóða að stórframkvæmdum útfæri stofnun sérstaks ferðamálasjóðs. Í hann renni þau gjöld sem lögð verða á ferðamenn og eiga að standa undir uppbyggingu fjölsóttra ferðamannastaða á Íslandi, auk annarra brýnna verkefna í þágu ferðaþjónustu. Markmiðið er að þegar á þessu ári verði tiltækar á bilinu 500 til 750 milljónir króna til slíkra uppbyggingarstyrkja. Hugmyndin er sú að tryggja greininni þannig nýjan tekjustofn, ferðamálagjald en nefnd á vegum fjármálaráðuneytis með aðkomu aðila í ferðaþjónustu hefur það verkefni að vinna að nánari útfærslu þess. Stefnt er að því að iðnaðarráðherra leggi fram frumvarp um nýja ferðamálasjóðinn strax í vor. Fram hefur komið að sjóðurinn verður að líkindum vistaður hjá Ferðamálastofu sem hafi umsjón með samningagerð og eftirfylgni en fjölskipuð nefnd fagfólks meti umsóknir.
Lesa meira

90% Íslendinga ferðuðust innanlands í fyrra

Ferðaárið 2009 var með líflegasta móti hjá landsmönnum samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga innanlands. Í könnuninni, sem framkvæmd var í janúar síðstliðnum af MMR, kemur fram að níu Íslendingar af hverjum tíu hafi ferðast innanlands á árinu 2009 og er um að ræða nokkuð hærra hlutfall en fyrri kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt. Tveir af hverjum þremur (67%) fóru í þrjár eða fleiri ferðir innanlands og þrír af hverjum fjórum (74%) gistu sjö nætur eða lengur en á heildina litið gistu landsmenn að jafnaði 14,3 nætur á ferðalögum innanlands árið 2009. Samdráttur í utanferðumSamkvæmt könnuninni ferðuðust tveir af hverjum fimm bæði innanlands og utan og fjögur prósent eingöngu utanlands. Átta prósent ferðuðust hins vegar ekki neitt. Þannig ferðaðist innan við helmingur landsmanna til útlanda sem gefur til kynna verulegan samdrátt í utanferðum landsmanna. Hvenær var ferðast innanlands?Flestir ferðuðust í júlí (75%) og ágúst (66%) en fjölmargir ferðuðust hins vegar í öðrum mánuðum, ríflega helmingur (56%) í júní, fjórðungur í maí og september og fimmtungur í apríl og október. Fjölskyldan ræður ferðinniFjölmargir þættir höfðu áhrif á ákvarðanatöku landsmanna um ferðalög á árinu. Fjölskylda og vinir höfðu einna mest áhrif (62%), en aðrir þættir sem höfðu umtalsverð áhrif voru sérstakur viðburður (29%), tengsl eða áhugi á stað eða svæði (22%), aðgangur að sumarbústað í einkaeigu (20%) eða útivist almennt (20%). Tjaldsvæðin vinsælustSú gistiaðstaða sem var nýtt í hvað mestum mæli eða af ríflega helmingi (52%) landsmanna var gisting í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl en auk þess gistu fjölmargir eða tæpur helmingur (48%) hjá vinum og ættingjum. Norðurlandið og Suðurlandið eru þeir landshlutar sem flestir gistu í eða þrír af hverjum fimm landsmönnum. Fyrir hvers konar afþreyingu greiða landsmenn?Af þeirri afþreyingu sem greiða þarf fyrir nýttu flestir sér sund eða jarðböð (66%) en auk hennar borguðu fjölmargir sig inn á söfn og sýningar (33%), fyrir veiði (19%) og leikhús eða tónleika (18%).Náttúrutengd afþreying var notuð í minna mæli en innan við fimm prósent fóru í einhverja af eftirtöldumm ferðum; skoðunarferð með leiðsögumanni, gönguferð eða fjallgöngu með leiðsögumanni, hestaferð, flúðasiglingu eða kjakferð, hvalaskoðun, hjólreiðar og vélsleða- eða snjósleðaferð. Norðurland mest spennandi til vetrarferðaÞeir sem eru að huga að ferðalögum á fyrri hluta ársins 2010 (feb-maí) ætla flestir að ferðast innanlands og í því sambandi að fara annað hvort í sumarbústaðaferð (33%) eða heimsækja vini og ættingja (30%). Þriðjungur hefur hins vegar engin áform um ferðalög á fyrri hluta ársins. Þegar fólk var spurt um hvaða landssvæði því fyndist mest spennandi til vetrarferða nefndu langflestir (45%) Norðurland. Það sem hins vegar stendur í vegi fyrir að landsmenn ferðist meira innanlands að vetrarlagi er að þeim finnst það of dýrt, þeir geta það ekki vinnunnar vegna eða af því þeir hafa ekki tíma. Veðrið letur landsmenn ennfremur í nokkrum mæli til ferðalaga, auk þess sem þeir telja sig ekki hafa efni á því að ferðast.  Um könnuninaKönnunin var unnin sem net- og símakönnun 14.-19. janúar. Spurningar fyrir aldurshópinn 18-67 ára voru lagðar fyrir í spurningavagni MMR og var svarað á Internetinu. Könnunin náði til 1400 manna úrtaks úr þjóðskrá og var svarhlutfall 66,1%. Aldurshópurinn 68-80 ára var spurður símleiðis, byggt var á 159 manna úrtaki og var svarhlutfall 60,4%. Framkvæmd og úrvinnsla voru í höndum MMR. Könnunin í heild: Ferðalög Íslendinga (PDF)
Lesa meira

Workshop í London

Þann 10. febrúar 2010 mun Ferðamálastofa í samstarfi við Ferðamálastofur Eistlands og Finnlands halda kynningarfundi (workshop) í London. Skráningarfrestur er til 5. desember en mikilvægt er að gengið sé frá skráningu sem fyrst þar sem kaupendum verður sendur listi yfir þá seljendur sem taka þátt. Kaupendur munu svo bóka fundi við þá seljendur sem þeir vilja hitta. Nánari upplýsingar og skráningarblað er hér fyrir neðan. Nánari upplýsingar (PDF) Skráningarblað (PDF)  
Lesa meira

Námskeiði fyrir starfsfólk gestamóttöku - ný dagstetning

Nú er komin ný dagsetning á námskeið fyrir starfsfólk í gestamóttöku sem Opni háskólinn í samvinnu við SAF býður upp á. Námskeiðið fer fram 17.-18. febrúar í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti.  Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja bæta þjónustuframkomu og samskiptahæfni sína.  Sjá nánar á vef SAF
Lesa meira

Mid-Atlantic hefst í dag

Hin árlega Mid-Atlantic kaupstefna hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Kaupstefnan er á vegum Icelandair og er markmið hennar að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í Bandaríkjunum og Evrópu. Kaupstefnan er árlegur lykilviðburður í ferðaþjónustunni og haldin til að viðhalda og auka ferðamannastraum til Íslands. Fulltrúar á Mid-Atlantic eru nú um 500 alls frá 14 löndum. Að þessu sinni koma mun fleiri fulltrúar erlendis frá en undanfarin ár, eða um 350. Þar af er von á um 150 kaupendum ferðaþjónustu frá Bandaríkjunum og Kanada, sem sýnir óvenju mikinn áhuga. Hingað til lands eru komnir fulltrúar frá þeim löndum sem hafa mikil ferðaþjónustutengsl við Ísland í Evrópu og Norður-Ameríku. Þátttakendur eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bílaleiga, skemmtigarða og margvíslegra annarra ferðaþjónustufyrirtækja og að auki taka þátt ferðamálaráð á norðurlöndum og ferðamálaráð þeirra svæða og borga sem Icelandair flýgur til í Norður-Ameríku. ?Nú er mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag að aukast mjög og þess vegna er áríðandi fyrir okkur að halda ótrauð áfram og grípa þau viðskiptatækifæri sem eru undirstaðan í ferðþjónustunni. Aukinn áhugi erlendis frá er þess vegna mjög ánægjulegur. Þetta er einn helsti vettvangur fyrir íslenska ferðaþjónustu að selja og kynna sína vöru beint fyrir kaupendum. En einnig eru hér t.d.bandarísk fyrirtæki að kaupa ferðaþjónustu frá Norður-Evrópu sem þeir síðan selja neytendum vestra og öfugt. Ísland er miðpunkturinn í öllu þessu starfi, líkt og í leiðarkerfi okkar, en á kaupstefnunni eru kynningarfundir, sölusýningar, stuttar ferðir og  þemakvöld,? segir Helgi MárBjörgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. Forseti borgarstjórnar setur Mid-Atlantic kaupstefnuna í Ráðhúsinu í kvöld, 4. febrúar, klukkan 19.00 Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Mid-Atlantic  
Lesa meira

Gistinætur á hótelum 1,3 milljónir á liðnu ári

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta á hótelum árið 2009. Samkvæmt þeim voru gistinætur á árinu 1.333.200 talsins og fækkar lítillega frá árinu 2008. Þá voru gistinætur 1.339.900 þannig að fækkunin nemur 1%. Á flestum landsvæðum fækkar gistinóttum á milli ára eða standa í stað. Hlutfallslega fækkar gistinóttum mest á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða en fjölgar mest á Norðurlandi og Suðurlandi. Gistinóttum Íslendinga fækkar um 10% frá árinu 2008 á meðan gistinóttum erlendra ríkisborgara fjölgar um rúm 2%. Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið.  Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira

Bretar aldrei fleiri í janúar

Tæplega 19 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í janúarmánuði síðastliðnum, 1200 færri en í janúar árið 2009. Erlendum gestum í janúar fækkaði því um 6% milli ára. Fleiri Íslendingar fóru hins vegar utan í janúar í ár en í fyrra eða 7,4% , voru 18.500 árið 2009 en tæplega 20 þúsund í nýliðnum mánuði. Ef litið er til helstu markaðssvæða má sjá að Bretum fjölgar um tæp 12 prósent og hafa þeir aldrei verið fleiri í janúarmánuði. Í heild er fækkun frá öðrum markaðssvæðum þótt fjölgun sé frá einstökum löndum, t.d. Hollandi og Kanada og Kína. Þó svo janúar sé einn af þremur minnstu ferðamannamánuðum ársins hefur orðið umtalsverð aukning á erlendum gestum í janúar á því tímabili sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum. Þannig hefur erlendum gestum fjölgað um 48% í janúar frá árinu 2003 til ársins 2010. Árleg meðalaukning á tímabilinu hefur verið 7,1%. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir gesta frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa í janúar má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna hér á vefnum. Janúar eftir þjóðernum           Breyting milli ára   2009 2010 Fjöldi (%) Bandaríkin 2.386 2.077 -309 -13,0 Bretland 3.865 4.312 447 11,6 Danmörk 1.910 1.232 -678 -35,5 Finnland 316 275 -41 -13,0 Frakkland 914 796 -118 -12,9 Holland 559 669 110 19,7 Ítalía 266 252 -14 -5,3 Japan 971 767 -204 -21,0 Kanada 191 241 50 26,2 Kína 150 226 76 50,7 Noregur 1.431 1.489 58 4,1 Pólland 686 503 -183 -26,7 Spánn 221 201 -20 -9,0 Sviss 268 229 -39 -14,6 Svíþjóð 1.440 1.525 85 5,9 Þýskaland 1.482 1.374 -108 -7,3 Annað 2.929 2.614 -315 -10,8 Samtals 19.985 18.782 -1.203 -6,0           Janúar eftir markaðssvæðum               Breyting milli ára   2009 2010 Fjöldi (%) Norðurlönd 5.097 4.521 -576 -11,3 Bretland 3.865 4.312 447 11,6 Mið-/S-Evrópa 3.710 3.521 -189 -5,1 Norður Ameríka 2.577 2.318 -259 -10,1 Annað 4.736 4.110 -626 -13,2 Samtals 19.985 18.782 -1.203 -6,0           Ísland 18.566 19.944 1.378 7,4
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í janúar

Rúmlega 83 þúsund þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í janúarmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er um eittþúsund færri farþegar en í janúar í fyrra. Farþegar á leið frá landinu voru heldur fleiri en fyrir ári síðan og á leið til landsins voru litlu færri farþegar en þá. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.     Jan.10 YTD Jan.09. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 38.411 38.411 38.252 38.252 0,42% 0,42% Hingað: 31.232 31.232 31.964 31.964 -2,29% -2,29% Áfram: 2.116 2.116 7.287 7.287 -70,96% -70,96% Skipti. 11.423 11.423 6.792 6.792 66,18% 66,18%   83.182 83.182 84.295 84.295 -1,32% 1,32%
Lesa meira

Spegill fortíðar ? silfur framtíðar

Spegill fortíðar ? silfur framtíðar er yfirskrift fyrirlestra sem Íslenska vitafélagið stendur fyrir í Sjóminjasafni Reykjavíkur ?Víkinni. Fimmtudagskvöldið 4 febrúar kl 20 verður tveimur merkum stöðum gerð skil í máli og myndum. Agnes Stefánsdóttir segir frá fornminjum á Reykjanesi og frá Reykjanesvita og safnvörðurinn Finnbogi Bernódusson mætir í fornum sjóklæðum og ræðir um Ósvör. Umfærður og kaffi. Reykjanesviti ?  á Valahnjúk á Reykjanesi var 1. desember 1878 tekinn í notkun fyrsti viti landsins. Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifavernd ríkisins ræðir um vitann og fornminjar á Reykjanesi. Ósvör ? ein elsta verstöð Íslands  og eitt helsta aðdráttarafl Bolungarvíkur. Finnbogi Bernódusson, safnvörður í Ósvör segir frá þessari gömlu verbúð sem m.a. geymir salthús, fiskihjalla, sexæring, dráttarspil, fiskireit og útihjalla sem gefa staðnum blæ liðinna tíma.  Hvernig getum við nýtt söguna og menningararfinn til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar?  Eigum við ónýttan arf við strendur landsins sem auðvelt og fyrirhafnarlítið er nýta til nýsköpunar og atvinuuppbyggingar?
Lesa meira