Fara í efni

Vel heppnað Workshop í London

workshop London 2010
workshop London 2010

Ferðamálastofa hélt í liðinni viku vel heppnað Workshop í London. Þátt tóku 20 íslensk fyrirtæki og komu rúmlega 40 bresk ferðaþjónustufyrirtæki auk nokkurra blaðamanna til að hitta ferðaþjónustuaðilana.

Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við Ferðamálastofu Finnlands og Eistlands og þótti það samstarf takast með ágætum enda samlegðaráhrifin töluverð þar sem margir ferðaþjónustuaðilar eru að selja ferðaþjónustu í öllum löndunum. Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsstjóri Bretlandsmarkaðar, sá um að skipuleggja þátttökuna fyrir Íslands hönd. Hún er lengst til hægri á myndinni hér til hægri ásamt þremur kaupendum, þeim Kate Maple, Chris Barker og Tammy Olmsted frá GTA by Travelport.

Fleiri myndir eru í myndasafni: Workshop í London 2010

Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru:
Icelandair Hotels
Center Hotels
Farfuglar
Hótel Varmahlíð
Kea Hotels
Icelandair
Iceland Express
SBA-Norðurleið
Höldur/Bílaleiga Akureyrar
Superjeep.is
Markaðsstofa Norðurlands
Bláa Lónið
Mývatnssveit
Hvalalíf
Norðursigling
Reykjavik Excursion
Snæland Grímsson
Ferðaþjónusta bænda
Iceland travel
Iceland Excursion-Gray Line Iceland