Fara í efni

Ferðamálastofa flytur að Geirsgötu 9

geirsgata
geirsgata

Nú í lok vikunnar verður aðalskrifstofa Ferðamálastofu í Reykjavík flutt um set, frá Gimli í Lækjargötu 3, að Geirsgötu 9. Af þeim sökum verður skrifstofan lokuð föstudaginn 28 ágúst.

Ferðamálastofa verður til húsa á 3. hæð í Geirsgötu 9. Nýja húsnæðið er á allan hátt hentugra og hæfir starfseminni betur. Starfsemin verður nú til dæmis öll á einni hæð, með góðri fundaaðstöðu. Skrifstofan verður opnuð á nýjum stað mánudagsmorguninn 31. ágúst.

Nýtt sameiginlegt símanúmer
Samhliða þessum breytingum hefur verið tekið upp sameiginlegt símanúmer fyrir báðar starfsstöðvar Ferðamálastofu hérlendis, þ.e. Reykjavík og Akureyri. Númerið er hið sama og verið hefur á skrifstofunni í Reykjavík, þ.e. 535-5500.