Fara í efni

Nám fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu

NOW2003
NOW2003

Hjá Háskólanum í Reykjavík, Opna háskólanum, stendur nú yfir skráning í nám fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu. Nefnist það ?Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu" og er haldið í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar.

Námið hefst 23. september, lýkur 9. desember 2009 og er í heild 56 klukkustundir. Námið samanstendur af 6 námskeiðum og markmið þess eru að:

  • Efla almenna stjórnunar- og leiðtogahæfni þátttakenda
  • Veita stjórnendum betri skilning á eigin stjórnunarstíl 
  • Kynna hagnýtar og sannreyndar aðferðir og vinnubrögð sem ýta undir stjórnunarlegan árangur
  • Skapa sameiginlegan vettvang til tenglsamyndunar milli stjórnenda í ferðaþjónustu

Nánari upplýsingar og skráning