Fara í efni

Ferðamálastofa auglýsir eftir umhverfisfulltrúa

Lógó-ferðamálastofa
Lógó-ferðamálastofa

 

Starfssvið:

 • Umsjón og ráðgjöf vegna styrkúthlutana til umhverfismála.
 • Úttekt á ferðamannastöðum og tillögugerð um úrbætur.
 • Ráðgjöf til ferðaþjónustuaðila í umhverfismálum.
 • Umsjón með útgáfu og fræðslumálum er snerta umhverfismál.
 • Umsagnir vegna umhverfismats sem Ferðmálastofu berast.
 • Gerð og umsjón með umhverfisstefnu Ferðamálastofu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun eða sambærileg menntun er nýtist í starfi.
 • Framhaldsmenntun á sviði umhverfismála er æskileg.
 • Reynsla af framkvæmd umhverfisverkefna er æskileg
 • Þekking á áætlana- og samningagerð er kostur.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur.
 • Framtakssemi, sjálfstæði í vinnubrögðum og færni í mannlegum samskiptum.
 • Góð tölvukunnátta

Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi starf í vaxandi málaflokki innan stofnunarinnar.  Nánari upplýsingar um starfið veita Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs (elias@icetourist.is) og Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri (olof@icetourist.is), en upplýsingar um starfsemi Ferðamálastofu er að finna á samskiptavef stofnunarinnar www.ferdamalastofa.is.

 

Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2008 og er óskað eftir því að viðkomandi einstaklingur hefji störf 1. október. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast með tölvupósti til forstöðumanns upplýsinga- og þróunarsviðs (elias@icetourist.is) eða á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri og vera merktar starfinu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða, en öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um starfið hefur verið tekin.