Fara í efni

Nýting á hótelum minnkaði í maí

Hotelherbergi
Hotelherbergi

Í frétt á vef Samtaka ferðaþjónustunnar er greint frá niðurstöðum maímánaðar úr tekjukönnun SAF og Hotelbenchmark.com. Samkvæmt þeim  minnkaði nýting hótelherbergja um  rúm 10% og á landsbyggðinni um 16%, miðað við maí í fyrra.

Í maí 2007 var herbergjanýting í Reykjavík 75,2% en er nú 67,3%. Nýtingin er umtalsvert minni á þriggja stjörnu hótelunum í Reykjavík. Þar hefur nýtingin lækkað um 13,5%, úr 77,8% nýtingu í 67,3%. Á landsbyggðinni var nýtingin 41,9% í maímánuði í fyrra en er nú 35,2% og hefur því lækkað um 16%. Tekjur fyrir hvert framboðið herbergi (Rev PAR) hafa minnkað um tæp 10% fyrir maímánuð á milli ára. Í Reykajvík hafa tekjurnar hins vegar staðið í stað.  Könnunin í heild sinni á vef SAF (PDF)