Nýr formaður SAF

Nýr formaður SAF
Össur og Árni

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, var kosinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar á aðalfundi samtakanna síðastliðinn fimmtudag. Jón Karl Ólafsson, sem hafði gegnt formennsku síðastliðin 5 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Árni hefur starfað í ferðaþjónustu í fjölmörg ár og var á síðasta ári formaður flugnefndar SAF. Ferðamálastofa býður nýjan formann SAF velkomin og þakkar Jóni Karli fyrir samstarfið.

Fundurinn var vel sóttur en hann var haldinn á Radissson SAS Hótel Sögu. Á dagskrá var meðal annars ávarp ráðherra ferðamála, Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra. Aðalumræðuefni fundarins voru annars íslenska krónan, ímynd Íslands og gæðamál. Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastjóri kynnti þar nýja gæðakönnun meðal erlendra ferðamanna sem Ferðamálastofa lét gera og sagt hefur verið hjá hérá vefnum. Tengill á könnunina er hér hægra megin á síðunni. Ályktanir og annað efni frá aðalfundinum má annars nálgast á heimasíðu SAF.

Á myndinni eru þeir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Gunnarsson, nýr formaður SAF.


Athugasemdir