Auðbjörg forstöðumaður stjórnsýslu- og gæðasviðs

Auðbjörg forstöðumaður stjórnsýslu- og gæðasviðs
Auðbjörg

Breytingar hafa verðir gerðar á skipulagi Ferðamálastofu í þá veru að rekstrar- og stjórnsýslusviðs heitir héðan í frá stjórnsýslu- og gæðasvið. Forstöðumaður sviðsins verður Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir lögfræðingur.

?Nafnabreytingin kemur til af því að ég tel nauðsynlegt að styrkja stjórnsýsluhlutverk stofnunarinnar og byggja undir þá starfsemi hennar sem varðar stjórnsýsluákvarðanir. Jafnframt vil ég með þessu leggja af stað í ákveðna þróunarvinnu sem varðar starfsemi stofnunarinnar á sviði gæðamála,? segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Rekstur stofnunarinnar flyst þar með frá einstöku sviði og heyrir hér eftir beint undir ferðamálastjóra, innan stoðdeildar.

Auðbjörg Lísa (sjá mynd) mun taka við sem forstöðumaður um næstu mánaðamót en hún hefur starfað hjá Ferðamálastofu sem lögfræðingur frá desember 2005.


Athugasemdir