Vel heppnuð hvalskoðunarráðstefna

Vel heppnuð hvalskoðunarráðstefna
Hvalaskoðunarráðstefna 2008

Dagana 13. og 14. mars var haldin í Reykjavík hvalaskoðunarráðstefna á vegum Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í samstarfi við IFAW (International Fund for Animal Welfare). Ráðstefnan heppnaðist að sögn skipuleggjenda vel en rík áhersla var lögð á hvalaskoðun sem sjálfbæra atvinnugrein, rannsóknir og umhverfismál.

?Þetta var í fyrsta skiptið sem slík ráðstefna er haldin hérlendis og var mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að kynna Ísland sem ákjósanlegan áfangastað fyrir hvalskoðun,? segir í fréttatilkynningu. Svo heppilega vildi til að veðrið var einstaklega gott þá daga sem erlendu ráðstefnugestirnir voru hér á landi svo kveðið var að bjóða upp á hvalskoðun um helgina. Ferðirnar vöktu mikla lukku þar sem sáust hrefnur, hnísur og hnúfubakar. Einnig bauðst gestum að fara til Húsavíkur, skoða Hvalasafnið og hafnarsvæðið og kynnast þeim áhrifum sem hvalskoðun hefur haft á samfélagið þar.

 


Athugasemdir