Fara í efni

Kynnisferð fyrir ferðaþjónustuaðila til vesturstrandar Noregs

Noregsferð 08
Noregsferð 08

Dagana 31. maí til 7. júní næstkomandi býðst íslenskum ferðaþjónustuaðilum að taka þátt í kynnisferð til vesturstrandar Noregs. Tilgangurinn er að kynna sér hvernig Norðmenn nýta strandmenning sína og sögu til atvinnuuppbyggingar og byggðaþróunar.

Ferðin er farin að forgöngu Ferðamálastofu og skipulögð af Sigurbjörgu Árnadóttur, formanni Íslenska vitafélagsins, sem jafnframt er fararstjóri. Ferðin er sérstaklega ætluð fólki í ferðaþjónustu, sveitastjórnarfólki og öðrum sem bein afskipti og ávinning hafa af ferðaþjónustu og byggðaþróun. Flogið verður til Osló og áfram til Molde, þar sem ferðin hefst. Síðan verður ferðast á milli staða á vesturströndinni og endað í Bergen þaðan sem flogið er heim.

Á hverjum stað munu sérfróðir heimamenn segja frá uppbyggingu ferðaþjónustu á sínu svæði. ?Í ferðinni ætlum við m.a að klífa fjöll og ferðast um haf og strönd, hitta bændur og bátasmiði, huldufólk og stjórnmálamenn og skoða fiskisafn og markaði. Hvað getum við lært á slóðum Egils og Ingólfs?,? segir meðal annars í leiðarlýsingu. Lýsingu á ferðinni má nálgast á vefslóðinni:

http://www.mmedia.is/dmssj/tannitravel/Norge_files/frame.htm 

Allar nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Árnadóttir í síma 695 1266. Bókanir eru hjá Tanna Travel í síma 476-1399. Vinsamlegast hafið samband við Tanna Travel ef þið getið einhverra hluta vegna ekki opnað slóðina að ofan eða ef þið kjósið að fá leiðarlýsingu á Word-formi. Hámarks þátttökufjöldi 20 manns.