Fara í efni

Vefur Icelandair vinnur til verðlauna

Icelandair vefur
Icelandair vefur

Vefurinn Icelandair.com fékk verðlaun í flokki flugfélaga á Interacive Media Awards í ár. Félagið var útnefnt til þessara verðlauna af samstarfsaðila sínum, Amadeus.

Verðlaunin sem Icelandair hlaut nefnast ?Outstanding Achievement Award? og eru nokkurs konar silfur verðlaun í þessum flokki, segir í frétt frá Icelandair. Bætast þessi verðlaun í hóp fyrri verðlauna sem Icelandair hefur hlotið fyrir vefi sína að undanförnu. Þegar horft var til fimm þátta, þá halaði Icelandair.com inn 475 stigum af 500 og náði vefurinn sérstökum árangri fyrir innihald, notendaviðmót og hönnun, segir í fréttinni.

Interactive Media Awards, eru verðlaun sem veitt eru af dómnefnd sérfræðinga á þessu sviði frá fyrirtækjum á borð við Microsoft, Time Warner og The New York Times. Verðlauninum er ætlað að vera viðurkenning til framúrskarandi vefja og stuðla þannig að þróun, aðgengi og fjölbreytum notkunarmöguleikum. Þau eru öllum opin og alþjóðleg.