Fara í efni

Tillaga að þingsályktun um ferðamál lögð fram á Alþingi

Jökulsárlón
Jökulsárlón

Í dag var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um ferðamál. Tillagan gerir ráð fyrir að fela samgönguráðherra að stefna að ákveðnum markmiðum í ferðamálum á tímabilinu 2006-2015 í samráði við ráðherra viðkomandi málaflokka. Þá eru nefndar fjölmargar leiðir og aðgerðir að þeim markmiðum í tillögunni.

Tillagan er byggð á sérstakri ferðamálaáætlun fyrir tímabilið 2006-2015 sem unnin var af stýrihópi skipuðum af samgönguráðherra. Í stýrihópnum voru Magnús Oddsson ferðamálastjóri, sem var formaður, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF og Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytnu.

Lesa tillöguna í heild