Fara í efni

Millilandaflugfélög Íslendinga ráða yfir nærri 100 þotum

Forverkefnisskýrslan
Forverkefnisskýrslan "Plokkfiskur" komin út

Í frétt mbl.is í dag er bent á þá áhugaverðu staðreynd að fyrirtæki í eigu Íslendinga, sem tengd eru millilandaflugi, hafa nú yfir að ráða nærri 100 þotum og er áætluð velta þeirra á árinu um 140 milljarðar króna.

Eins og fram hefur komið í fréttum keyptu eigendur Iceland Express lágfargjaldaflugfélagið Sterling í gær. Samanlagt hafa þessi tvö félög 12 þotur í sinni þjónustu en að meðtöldum þotum Avion Group og FL Group hafa millilandaflugfélög í eigu Íslendinga yfir að ráða 99 þotum. Alls starfa 6.400 manns hjá þessum félögum samkvæmt frétt mbl.is.