Fara í efni

Nýtt landkynningarmyndband á vef Ferðamálaráðs

Videofors
Videofors

Ferðamálaráð hefur að undanförnu verið að vinna myndband til notkunar á landkynningarvefnum visiticeland.com. Danska útgáfa myndbandsins er þegar tilbúin og hefur verið sett inn á danska hluta vefsins.

Myndböndin eru rúmar 2 mínútur að lengd og þar er blandað saman myndskeiðum af íslenskri náttúru og ýmsu öðru því sem ferðafólk getur upplifað hérlendis. Tal og tónar eru síðan notuð til að auka enn á áhrifin. ?Kostur svona myndbanda er meðal annars að með þeim geturðu á stuttum tíma komið miklum upplýsingum til skila á áhrifaríkan hátt. Gerð myndbandanna er liður í áframhaldandi þróun vefsins okkar enda mikilvægi Internetsins í landkynningar- og markaðsstarfi er alltaf að aukast,? segir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs. Sem dæmi bendir hann á niðurstöður nýjustu könnunar Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna. ?Niðurstöðurnar sýna að yfir helmingur gesta sem hingað komu í fyrrasumar, eða tæp 53%, hafði leitað sér upplýsinga um land og þjóð á Internetinu, sem var hæsta hlutfallið af þeim þáttum sem spurt var um,? segir Ársæll.

Opna myndband