Fréttir

Ferðamálaráð Íslands með formennsku í Ferðamálaráði Vestnorden

Nú í byrjun árs 2005 tók Ísland við formennsku í Ferðamálaráði Vestnorden til næstu tveggja ára. Ferðamálaráð Vestnorden, sem er samstarf Færeyja, Grænlands og Íslands á sviði ferðamála, var stofnað fyrir rúmlega 20 árum.  Á vegum ráðsins er unnið að ýmsum sameiginlegum verkefnum á sviði upplýsinga- kynningar- og markaðsmála. Þar má nefna að árlega stendur ráðið fyrir ferðakaupstefnunni Vestnorden Travel Mart, sem verður í ár haldin í 20. sinn. Þá er m.a unnið sameiginlega að upplýsingagjöf og kynningarmálum í Noðrurbryggjuhúsinu í Kaupmananhöfn þar sem ferðamálaráð landanna þriggja eru öll með eigin skrifstofur. Í ráðinu eru níu fulltrúar, þrír frá hverju landi. Af hálfu Íslands þá sitja í ráðinu: Einar Kr. Guðfinnsson, Magnús Oddsson og Steinn Lárusson. Formennskan í ráðinu færist á milli landanna og var röðin nú komin að Íslandi.   Frá Vestnorden 2004 ferðakaupstefnunni sem haldin var í Laugardalshöllinni í Reykjavík.  
Lesa meira

Er áfengisgjaldið vandamál?

Samgönguráðherra hefur látið taka saman skýrslu um verð á áfengi í framhaldi af umræðu um að hátt verð á áfengi skekki samkeppnisstöðu Íslands sem ferðamannalands. Í skýrslunni koma fram mjög athyglisverðar upplýsingar. Samkvæmt niðurstöðunum er hlutdeild áfengisgjalds í útsöluverði 11-12% en hlutdeild veitingahúsa er á bilinu 51-60% af útsöluverði bjórs og léttvíns. Hátt áfengisgjald af bjór og léttum vínum sem er um 65% af seldu áfengi skýrir ekki ein og sér háa verðlagningu þessara tegunda í vínveitingahúsum en mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að hátt áfengisgjald sé meginástæða fyrir háu útsöluverði á áfengi á veitingahúsum. Ef lækka á áfengisverð á Íslandi á veitingahúsum til samræmis við það sem er víða í samkeppnislöndum okkar er ljóst, ef litið er til niðurstaðna skýrslunnar, að ekki nægir að lækka eða jafnvel að fella niður áfengisgjaldið þar sem álagning samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er á bilinu 130-360% á bjór og léttvín. Skýrslan í heild (pdf-0,1 MB)  
Lesa meira

Heimsókn Ferðamálaráðs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Föstudaginn 11. febrúar fór Ferðamálaráð í heimsókn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Höskuldur Ásgeirsson forstjóri ásamt öðrum forstöðumönnum fyrirtækisins tók á móti ráðinu. Forsvarsmenn flugstöðvarinnar kynntu starfsemi fyrirtækisins fyrir ráðsmönnum svo og yfirstandi framkvæmdir og áætlanir um starfsemi og framkvæmdir til ársins 2015. Alls dvöldu ráðsmenn í Flugstöðinni í um þrjár klukkustundir og urðu margs vísari um starfsemi þessa ferðaþjónustufyrirtækis, sem er í dag eitt af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Jafnframt er ljóst að það mun stækka mjög og kalla á aukið vinnuafl á næstu árum. Heimsókn Ferðamálaráðs í flugstöðina er í framhaldi af heimsóknum til ýmissa annarra fyrirtækja í ferðaþjónustu á undanförnum misserum. Ráðið hefur m.a. heimsótt Icelandair, Iceland Express og Smyril Line á Seyðisfirði.  
Lesa meira

Vetrarhátíð í Reykjavík í næstu viku

Í næstu viku, nánar tiltekið dagana 17.-20. febrúar, verður Vetrarhátíð í Reykjavík haldin í fjórða sinn. Hátíðin er orðin að föstum lið í menningarlífi landsins og er farin að vekja verulega athygli út fyrir landsteinana. Boðið er upp á þéttskipaða dagskrá þar sem fjölmargir aðilar, jafnt innlendir sem erlendir koma að málum. Hátíðin hefst með ljósatónleikum í Hallgrímskirkju þar sem kirkjan verður upplýst að utan og innan og tónlist varpað út. Að opnunarviðburði loknum taka við skemmtanir af ýmsu tagi. Meðal annars verður hagyrðingakvöld á Nasa þar sem fram koma m.a. Ómar Ragnarsson, Samúel Örn Erlingsson og Ólína Þorvarðardóttir. Í Fríkirkjunni verða tónleikar, eins og undanfarin ár og glæsileg sýning frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi verður opnuð í Ráðhúsinu með skemmtilegri dagskrá. Bókmenntaganga verður á vegum Borgarbókasafns, danshátíð verður í Iðnó og myndarlegt Vetrarhásæti úr ís verður til fyrir utan Ingólfsnaust. Á föstudagskvöldi hátíðarinnar verður haldin Safnanótt í fyrsta sinn í Reykjavík. Þá munu söfn út um allan bæ bjóða borgarbúa velkomna með ókeypis aðgangi til miðnættis, uppákomum, leiðsögn og fleira skemmtilegu. Meðal atriða sem boðið verður upp á eru danssýningar, tónlistarflutningur og margt fleira. Eins og á Vetrarhátíð 2004 mun Alþjóðahúsið standa fyrir mikilli Þjóðahátíð og þar sem Tjarnarsalur Ráðhússins er orðinn of lítill fyrir uppákomuna, þá verður hátíðin að þessu sinni haldin í Perlunni á laugardeginum. Þar verða kynningar á mat og menningu af ýmsu tagi, uppákomur fyrir alla fjölskylduna, fræðsla og skemmtun.  
Lesa meira

Innganga í Ferðaþjónustu bænda

Þeir bændur sem hafa hug á aðild að Félagi ferðaþjónustubænda og komast í bækling Ferðaþjónustu bænda fyrir sumarið 2005 eru beðnir um að senda inn umsókn fyrir 22. febrúar. Vinna við útgáfu íslenska bæklingsins er komin í gang og gerður hann tilbúinn fyrir Ferðatorgið sem haldið verður 2. og 3. apríl. Nánari upplýsingar varðandi leyfi, flokkun gistingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðunni www.sveit.is. Þá er einnig hægt að hafa samband við Berglindi gæðastjóra í síma 570-2707.  
Lesa meira

þetta er prufa

athuga hvort þetta er að virka
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um tæp 9% á milli ára

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta í desember síðastliðnum og þá jafnframt fyrir allt árið 2004. Samkvæmt þeim fjölgaði gistinóttum um tæp 9% á árinu 2004 miðað við árið á undan og í desember nam fjölgunin tæpum 8%. Gistinóttum á hótelum í desember fjölgaði um tæp 8% milli ára Gistinætur á hótelum í desember sl. voru 37.390 en voru 34.720 árið 2003 (7,7% aukning). Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um rúm 1.000 en þær voru 2.360 í desember síðastliðnum, en voru 1.310 í sama mánuði árið 2003. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fóru gistinæturnar úr 2.190 í 3.030 sem er aukning um rúm 38%. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 200 þegar þær fóru úr 770 í 970 milli ára. Á Norðurlandi átti sér stað aukning um rúm 16% þegar gistináttafjöldinn fór úr 1.150 í 1.340 milli ára. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði örlítið, eða um rúmt 1% en gistinætur þar fóru úr 29.300 í 29.690 í desembermánuði. Gistinóttum á hótelum árið 2004 fjölgaði um tæp 9% milli áraFjöldi gistinátta á hótelum árið 2004 voru 965.110 árið 2004 en voru 889.390 árið 2003 (8,52% aukning). Fjölgun gistinátta átti sér stað í öllum landshlutum nema á Norðurlandi þar sem samdráttur nam tæpu 1% milli ára og töldust gistinæturnar 80.290 árið 2004. Aukningin var hlutfallslega mest á Austurlandi, um 22% og fór gistináttafjöldinn úr 33.250 í 40.600 milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur á hótelum árið 2004 653.930 árið 2004, en þær voru 598.830 árið 2003 (9,2% aukning). Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um 8,5%, en gistinæturnar fóru úr 105.730 í 114.710. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum nam aukningin rúmum 7% milli ára þegar gistináttafjöldinn fór úr 70.600 í 75.580 milli áranna 2003 og 2004. Þegar litið er á gistinætur á hótelum allt árið frá árinu 1998 má sjá að aukningin nemur tæpum 37% á tímabilinu sem er nánast eingöngu vegna útlendinga (49% aukning). Aðeins heilsárshótelHagstofan vekur athygli á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Fjöldi hótela í þessum flokki gististaða voru 70 talsins árið 2004, en voru 66 árið á undan. Tölur fyrir 2004 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega. http://www.hagstofa.is  
Lesa meira

Málþing um ferðamál í Rangárþingi

Rótarýklúbbur Rangæinga efnir til málþings um ferðamál í Rangárþingi fimmtudaginn 17. febrúar næstkomandi. Málþingið verður haldið í Hvoli. Tilefni málþingsins er að fjórða hvert ár veitir klúbburinn viðurkenningu - einstaklingum og/eða fyrirtækjum - sem skarað hafa fram úr í héraðinu. Alþjóðlega Rótarýhreyfingin verður aldargömul 23. febrúar næstkomandi og til að minnast þessara tímamóta mun Rótarýklúbbur Rangæinga veita Mosfelli sf. á Hellu og forsvarsmönnum þess viðurkenningu og standa fyrir þessu málþinginu þeim til heiðurs. Mosfell er talið eitt elsta fyrirtækið í Rangárvallasýslu. Það hefur það starfað óslitið frá því snemma á sjöunda áratugnum og rekur nú Fosshótel Mosfell. Málþingið er undirbúið í samráði við Atvinnu- og ferðamálafulltrúa Rangárþings og Mýrdalshrepps. Það er öllum opið. Dagskrá: 14:00 Setning - Guðmundur Ingi Gunnlaugsson forseti Rótarýklúbbs Rangæinga 14:10 Ávarp - Sturla Böðvarsson samgönguráðherra 14:30 Stefna Ferðamálaráðs í ferðamálum - Einar Guðfinnsson formaður Ferðamálaráðs 14:50 Saga ferðaþjónustu og framtíðarsýn í Rangárþingi - Eymundur Gunnarsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Rangárþings 15:10 Sóknarfæri í ferðaþjónustu - Magnús Oddson framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs 15:30 Kaffihlé 16:00 Afhending viðurkenningar Rótarýklúbbs Rangæinga -Sveinn Runólfsson og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson 16:15 Stuttar reynslusögur ferðaþjónustuaðilaFriðrik Pálsson, Hótel RangáBerglind Viktorsdóttir, Ferðaþjónustu bændaValgerður Brynjólfsdóttir, ÁrbakkaRenata Hanneman, HerríðarhóliRagnheiður Jónasdóttir, Hellu 16:50 Stutt ávörp þingmanna Suðurkjördæmis 17:15 Umræður 17:30 Málþingi slitið - Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Fundarstjórar: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Rótarýklúbbi Rangæinga og Ísólfur Gylfi Pálmason, varaformaður Ferðamálaráðs.  
Lesa meira

500 aðilar frá 17 löndum á ferðakaupstefnunni Mid-Atlantic

Metþátttaka er á ferðakaupstefnunni Mid-Atlantic sem hófst á Nordica hótelinu í Reykjavík í gær og stendur fram á sunnudag. Þátttakendur eru alls um 500 talsins frá 17 löndum. Mid-Atlantic kaupstefnan er haldin á vegum Icelandair til þess að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í Bandaríkjunum og Evrópu. Kaupstefnan er árlegur lykilviðburður í ferðaþjónustunni og mikilvægur liður í að viðhalda og auka ferðamannastraum til Íslands, segir í frétt frá Icelandair. Sumir langt að komnirÁ kaupstefnunni eru fulltrúar frá löndum sem hafa mikil ferðaþjónustutengsl við Ísland en einnig öðrum fjarlægari og nú eru hér t.d. fulltrúar frá Ísrael, Hong Kong, Tævan, Kína og Japan. Þátttakendur eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bílaleiga, skemmtigarða og margvíslegra annarra ferðaþjónustufyrirtækja og að auki taka þátt ferðamálaráð Norðurlandanna, ferðamálaráð þeirra svæða og borga sem Icelandair flýgur til í Norður-Ameríku og jafnframt koma sendiráð þessara landa á Íslandi að kaupstefnunni. Að þessu sinni verða fulltrúar frá San Francisco áberandi en beint áætlunarflug milli Íslands og borgarinnar hefst í vor. Ísland miðpunkturinn"Það koma stöðugt fleiri þátttakendur á kaupstefnuna ár frá ári og það segir okkur að þátttakendur telja að hún beri árangur. Nú eru hér til dæmis mjög margir fulltrúar frá Bandaríkjunum sem eru hér annars vegar að kaupa ferðaþjónustu frá Norður-Evrópu sem þeir síðan selja neytendum vestra og hinsvegar að kynna sínar heimaslóðir fyrir evrópskum ferðaþjónustuaðilum. Það er einnig gaman að sjá í fyrsta sinn fulltrúa frá fjórum Asíulöndum. Ísland er svo miðpunkturinn í öllu þessu starfi, en á kaupstefnunni eru kynningarfundir, sölusýningar, stuttar ferðir og þemakvöld," segir Steinn Logi Björnsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Mid-Atlantic http://midatlantic.icelandair.com  
Lesa meira

Fyrirlestur um umhverfisviðmiðun í norrænni ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 9. febrúar næstkomandi heldur Anne Maria Sparf fyrirlestur um lokaverkefni sitt til meistaraprófs í umhverfisfræðum. Verkefnið fjallar um umhverfisviðmiðun (environmental benchmarking) og hvernig hún getur gagnast litlum og meðalstórum fyrirtækjum í norrænni ferðaþjónustu. Í ritgerðinni er því haldið fram að umhverfisviðmiðun geti verið litlum og meðalstórum fyrirtækjum gagnleg til að bæta frammistöðu sína í umhverfismálum. Greint er hversu raunhæfur kostur umhverfisviðmiðun er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, miðað við sérkenni þeirra og þarfir. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn sem verður fluttur á ensku og hefst kl. 16:15 í stofu N-132, í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.  
Lesa meira