Fara í efni

Ferðaþjónusta framtíðarinnar

Samtök ferðaþjónustunnar gengust í dag fyrir málþingi á Hótel Nordica. Á málþinginu var fjallað um ferðaþjónustu sem atvinnugrein framtíðarinnar, virði ferðaþjónustunnar og ferðaþjónustu sem fjárfestingarkost í framtíðinni.

Málþingið hófst með ávarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Þá hélt Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri erindi um virði ferðaþjónustunnar undir yfirskriftinni "Að slá máli á ferðaþjónustuna" og Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, fjallaði um fjárfestingar í ferðaþjónustu. "Áhættufjarmagn í ferðaþjónsutu - hver vill vera með?" Að lokum voru pallborðsumræður, sem Jón Karl Ólafsson formaður SAF stjórnaði. Aðrir þátttakendur pallborðsumræðunnar voru Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda.

Ávarp Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra vakti verðskuldaða athygli en það má nálgast í heild sinni á vef Samgönguráðuneytisins.