Fara í efni

Ferðamálaráð Íslands með formennsku í Ferðamálaráði Vestnorden

vestnorden2004
vestnorden2004

Nú í byrjun árs 2005 tók Ísland við formennsku í Ferðamálaráði Vestnorden til næstu tveggja ára.

Ferðamálaráð Vestnorden, sem er samstarf Færeyja, Grænlands og Íslands á sviði ferðamála, var stofnað fyrir rúmlega 20 árum.  Á vegum ráðsins er unnið að ýmsum sameiginlegum verkefnum á sviði upplýsinga- kynningar- og markaðsmála. Þar má nefna að árlega stendur ráðið fyrir ferðakaupstefnunni Vestnorden Travel Mart, sem verður í ár haldin í 20. sinn. Þá er m.a unnið sameiginlega að upplýsingagjöf og kynningarmálum í Noðrurbryggjuhúsinu í Kaupmananhöfn þar sem ferðamálaráð landanna þriggja eru öll með eigin skrifstofur. Í ráðinu eru níu fulltrúar, þrír frá hverju landi. Af hálfu Íslands þá sitja í ráðinu: Einar Kr. Guðfinnsson, Magnús Oddsson og Steinn Lárusson. Formennskan í ráðinu færist á milli landanna og var röðin nú komin að Íslandi.

 


Frá Vestnorden 2004 ferðakaupstefnunni sem haldin var
í Laugardalshöllinni í Reykjavík.