Fara í efni

Drög að öryggisreglum og reglum um leyfisveitingar fyrir afþreyingarfyrirtæki

Sem kunnugt er hafa drög að öryggisreglum og reglum um leyfisveitingar fyrir afþreyingarfyrirtæki verið í smíðum hjá nefnd á vegum samgönguráðherra. Tillaga að reglugerðinni hefur verið birt á netinu í skýrslu nefndarinnar.

Að beiðni samgönguráðuneytisins er tillagan birt hér sérstaklega sem "leiðbeinandi reglur" fyrir viðkomandi fyrirtæki í greininni, þar sem gera má ráð fyrir að þessi tillaga að reglugerð, eða reglur í sama anda, taki gildi strax að lokinni endurskoðun laga um skipulag ferðamála nr. 117/1994 með síðari breytingum.

Skoða tillögu að reglugerð Pdf-skrá 0,03MB