Fara í efni

Heimasíða Vestnorden 2004

LogoVestnorden2004
LogoVestnorden2004

Opnuð hefur verið heimasíða fyrir Vestnorden ferðakaupstefnuna sem haldin verður í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 13.-15. september 2004. Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að kaupstefnunni síðastliðna tvo áratugi og er hún haldin til skiptis í löndunum þremur.

Að þessu sinni er það Ferðamáalráð Íslands sem sér um að halda Vestnorden en samið var við Congress Reykjavík um skipulagningu og framkvæmd.  Þar er að finna alla upplýsingar um kaupstefnuna, bæði fyrir sýnendur og kaupendur og hægt að skrá sig til þátttöku.

Hittast á stuttum fundum
Sýnendur á Vestnorden koma frá vestnorrænu löndunum þremur, auk Hjaltlandseyja. Á kaupstefnunni hitta þeir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum sem eru að selja ferðir til norrænu landanna og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst.