Fréttir

Fundur ferðamálastjóra Norðurlanda

Í liðinni viku var haldinn haustfundur ferðamálastjóra Norðurlanda. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir fundinn hafa verið gagnlegan og uppúr standi að góður árangur Íslands síðustu misserin sé farin að vekja verulega athygli erlendis. Samstarf á ýmsum sviðumDagskrá fundarins var hefðbundinn að sögn Magnúsar. Farið var yfir tölfræði fyrstu 9 mánaða ársins og borinn saman árangur á markaðssvæðunum. Rædd var staðan á sameiginlegum verkefnum ferðamálaráða Norðurlanda en þau eru fyrst og fremst rekstur fyrirtækisins Scandinavian Tourism Incoperation (STI) í Bandaríkjunum og Scandinavinan Tourism Board í Asíu. Þá var farið yfir verkefni á sviði Ferðamálaráðs Evrópu (ETC) og afstöðu Norðurlandanna til þeirra en löndin standa yfirleitt sameiginlega að ákvörðunum innan ETC. "Að þessu sinni var mikið rætt um afstöðu okkar til vinnu innan ETC við sameiginlegt vefsvæði ferðamálaráða Evrópu. Vefsvæðið er hugsað á fjarmörkuðum, bæði til upplýsinga og bókunar. Fjármögnun verkefnisins er frá Evrópusambandinu en það er unnið að tillögum um rekstur," segir Magnús. Sameiginleg markaðskönnun í KínaFerðamálaráð Norðurlanda hefur undanfarin ár staðið að framkvæmd ferðakaupstefnunnar Nordic Overseas Workshop (NOW) en síðasta kaupstefnan var á Íslandi í maí sl. Ákveðið var að standa ekki að fleiri NOW í bili en nýta þá fármuni sem til þess hefðu annars farið til að gera sameiginlega markaðskönnun í Kína á næsta ári. Árangur og aðferðafærði okkar vekja athygliMagnús segir að á undanförnum fundum hafi hlutfalslegur árangur Íslands í að auka umfangið á öllum mörkuðum vakið verulega athygli hinna ferðamálaráðanna. "Það er enn samdráttur á hinum Norðurlöndunum á meðan við kynnum um 25% aukningu í umfangi á sl. 2 árum. Starfsfólk ferðamálaráða hinna landanna hefur orðið vart við aukna markaðsvinnu Íslands og telur ótvírætt að þeir auknu fjármunir,sem hafa verið til ráðstöfunar sl. 3 ár hafi gefið okkur þetta ákveðna forskot. Þá hefur aðferðarfræðin sem við nefnum "krónu á móti krónu" vakið mikla athygli. Ekki einungis á þessum fundum heldur einnig á fundum ferðamálastjóra Evrópu," sagði Magnús.  
Lesa meira

Nýr vefur farfugla

Bandalag íslenskra farfugla hefur opnað nýjan vef og leysir hann af hólmi eldri vef samtakanna sem settur var í loftið árið 1999. Í frétt á vefnum segir m.a. að ekki þurfi að fara mörgum orðum um gildi vefsins fyrir starfsemi farfugla, því á undanförnum árum hafi vefurinn verið langþýðingarmesta upplýsingarveitan fyrir þá sem eru að leita sér upplýsinga um starfsemi farfugla og farfuglaheimilanna. Á vefnum er m.a. hægt að fræðast um starfsemi Bandalags farfugla, þar eru ýtarlegar upplýsingar um öll farfuglaheimili innan samtakanna hérlendis, tengingar við farfuglaheimili erlendis og fleira. Hönnun, tæknileg útfærsla og uppsetning var unnin í samvinnu við Hugvit. Sjá vef farfugla.  
Lesa meira

Opnunarhátíð Upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra í Varmahlíð

Laugardaginn 13. nóvember næstkomandi verður opnunarhátíð Upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra í Varmahlíð í tilefni þess að upplýsingamiðstöðin er nú opin allt árið. Dagskráin hefst kl. 14 með málþingi í Hótel Varmahlíð og kl. 17.00 opnar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra upplýsingamiðstöðina formlega. Markmið málþingsins er öðru fremur að skapa umræðu um hlutverk og stefnu Upplýsingarmiðstöðvarinnar þannig að hún megi sem best þjóna ferðaþjónustu og íbúum á Norðurlandi vestra. Það verður Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem setur málþingið. Erindi flytja Einar Kr. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs Íslands; Jakob Frímann Þorsteinsson, forstöðumaður upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð; Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar; Guðlaugur Bergmann, ráðgjafarþjónustunni Leiðarljósi og Davíð Samúelsson, forstöðumaður upplýsingamiðstöðvar Suðurlands. Í lokin verða pallborðsumræður og síðan opnar samgönguráðherra Sturla Böðvarsson upplýsingamiðstöðina með formlegum hætti. Málþingið og opnunarhátíðin eru öllum opin og er vonast til að sem flestir ferðaþjónustuaðilar og annað áhugafólk um ferðaþjónustu mæti. Í tengslum við opnunarhátíðina er Hótel Varmahlíð með sértilboð á kvöldverði. Skráning á opnunarhátíðina og í kvöldverðinn er í Upplýsingamiðstöðinni s. 455 6161 eða með tölvupósti í netfangið upplysingar@skagafjordur.is Loks má geta þess að upplýsingamiðstöðin er opin virka daga kl. 9-16 og um helgar kl. 13-18. Dagskrá opnunarhátíðar  
Lesa meira

Ný flokkunarviðmið þýdd á ensku

Eins og fram hefur komið var nýtt flokkunarviðmið fyrir flokkun gististaða samþykkt fyrr á þessu ári og verða gististaðir flokkaðir samkvæmt því frá og með 1. janúar 2005. Nýja flokkunarviðmiðið hefur nú verið þýtt á ensku og er aðgengilegt á landkynningarvef Ferðamálaráðs.
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um tæp 5% milli ára

Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 81.800 en voru 77.900 árið 2003. Þeim fjölgaði því um 5% á milli ára.
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands

Dagana 26. og 27. nóvember 2004 næstkomandi halda Ferðamálasamtök Íslands aðalfund sinn fyrir árið 2004. Er hann að þessu sinni haldinn á Hótel Stykkishólmi. Dagskráin hefst kl. 13 föstudaginn 26. nóvember með ávarpi Péturs Rafnssonar, formanns samtakanna. Þá fjallar Kjartan Lárusson, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands, um samstarfið í ferðaþjónustu á Norðurlandi og Jón Gunnar Borgþórsson, rekstrarhagfræðingur hjá JGB ráðgjöf, fjallar um Ferðatorg 2005. Að loknu kaffihléi halda aðalfundarstörf áfram samkvæmt lögum félagsins. Dagurinn endar síðan með kvöldverði og kvöldvöku. Seinni fundardagur hefst kl. 9:30 með ávarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Þá fjallar Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, um ferðaþjónustu í dreifbýli og Magnús Oddsson ferðamálastjóri fer síðan yfir ástand og horfur í lok árs. Loks fjallar Sigríður Finsen, hagfræðingur í Grundarfirði, um ferðaþjónustu og umhverfismál á Snæfellsnesi. Á eftir verða pallborðsumræður og fyrirspurnir. Skráning á fundinn er í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is og bókun herbergja er á Hótel Stykkishólmi í síma 430-2100. Dagskrá fundarins fylgir hér að neðan. Dagskrá fundarins. Föstudagur 26. nóvember. Kl.: 11:30 Hótel Stykkishólmur - Afhending fundargagnaKl.: 13:00 Aðalfundur FSÍ haldinn á Hótel StykkishólmiKl.: 13:05 Setning - Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka ÍslandsKl.: 13:20 Skipað í fastanefndir aðalfundarKl.: 13:30 Samstarfið í ferðaþjónustu á Norðurlandi -                Kjartan Lárusson, framkv.stj. Markaðsskrifstofu ferðamála Kl.: 13:50 Sýningar - Ferðatorg 2005               Jón Gunnar Borgþórsson, rekstrarhagfr.hjá JGB ráðgjöfKl.: 14:10 FyrirspurnirKl.: 14:30 KaffihléKl.: 15:00 Framhald aðalfundarstarfa skv. lögum FSÍ Kl.: 18:00 Skoðunarferð í StykkishólmiKl.: 19:00 Léttar veitingar Kl.: 20:00 Kvöldverður og kvöldvaka Laugardagur 27. nóvember. Kl.: 09:30 Ávarp samgönguráðherra Sturlu BöðvarssonarKl.: 09:45 Ferðaþjónusta í dreifbýli - Einar K. Guðfinnsson,                form. Ferðamálaráðs ÍslandsKl.: 10:05 Ástand og horfur í lok árs - Magnús Oddsson,               ferðamálastjóri.Kl.: 10:25 Ferðaþjónusta og umhverfismál á Snæfellsnesi               Sigríður Finsen, hagfr. GrundarfirðiKl.: 10:45 Pallborð - FyrirspurnirKl.: 11:15 Fundarslit. Fundarstjóri: Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar Skráning á fundinn er í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is og bókun herbergja er á Hótel Stykkishólmi í síma 430-2100  
Lesa meira

Nýtt kort um gönguleiðir á Akureyri

Út er komið kort sem sýnir nokkrar sérvaldar gönguleiðir á Akureyri. Á kortinu eru sýndar sex fallegar og fjölbreytilegar leiðir um bæinn. Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar. Gönguleiðakortið mun liggja frammi í bæjarskrifstofunum á Akureyri, í upplýsingamiðstöð ferðamanna, í íþróttamannvirkjum, skólum og víðar. Það er ókeypis. Lengd gönguleiðanna er mjög mismunandi, allt frá 15,8 km leið sem nær frá Kjarnaskógi í suðri og norður að Hengingarklauf við Sandgerðisbót og niður í 1,4 km um syðsta hluta Oddeyrar. Á kortinu kemur fram hvar upplýsingaskilti eru á þessum leiðum, svo og áningarstaðir, bekkir (á sumrin), bílastæði og góðir útsýnisstaðir. Stutt lýsing á hverri leið fylgir. Gönguleiðirnar eru: Ein með öllu, 15,8 km Skundið, 8,0 km Söguleiðir, 6,0 km Hringsólið, 2,9 km Nonnaslóð, 1,5 km Eyrin, 1,4 km Markmiðið með útgáfu kortsins er að hvetja bæjarbúa og ferðamenn til útivistar og til að njóta um leið fjölbreytileikans í umhverfi bæjarins, innan og utan byggðar. Starfshópur um útivist vonar að framhald geti orðið á útgáfu gönguleiðakorta fyrir bæinn og að þannig sé stuðlað að meiri útivist, hreyfingu og heilbrigði hjá bæjarbúum og gestum þeirra. Hópurinn hefur starfað á Akureyri síðan í ársbyrjun 2003. Hlutverk hans er að vera Akureyrarbæ og öðrum aðilum til ráðgjafar um allt sem lítur að útivist í bæjarlandinu og setja fram ábendingar um aðstöðu, viðburði o.fl. sem varða útivist í bænum.    
Lesa meira

Nýsköpunarverðlaun SAF afhent á félagsfundi

Föstudaginn 19. nóvember næstkomandi verða nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar veitt. Athöfnin fer fram á félagsfundi SAF sem haldinn veður á Hótel Sögu og hefst kl. 15. Dagskrá fundarins er þannig að Örn D. Jónsson, prófessor í nýsköpunarfræðum heldur erindi. Í kjölfarið fylgir verðlaunaafhending síðan léttar veitingar. Í stjórn úthlutunarnefndar verðlaunanna eru Jón Karl Ólafsson, formaður SAF Guðrún Gunnarsdóttir frá Hólaskóla og Clive Stacy frá Arctic Experience. Þátttöku á fundinum er hægt að skrá á skrifstofu SAF, info@saf.is Þessa og fleiri fréttir er hægt að nálgast í nýju fréttabréfi SAF.  
Lesa meira

Íslandskynning í Skotlandi annað árið í röð

Nýlokið er Íslandsviku í Glasgow með þátttöku Ferðamálaráðs Íslands og er þetta annað árið sem slíkur viðburður er haldinn. Kynningin var einstaklega vel heppnuð í fyrra og því þótti ástæða til að endurtaka leikinn nú í ár. Icelandair UK bar hitann og þungann af skipulagningunni, enda hugmyndin þeirra í upphafi. Eflir og styrkir tengslSigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálaráðs Íslands á Bretlandsmarkaði, segir dagskrána hafa mælst vel fyrir. "Af sérstökum viðburðum má nefna að 25. október var morgunverður með pressunni. Mætingin var nokkuð góð og skilaði sér ágætlega í blöðunum daginn eftir. Vél sem framleiddi gerfisnjó var í gangi fyrir framan veitingastaðinn og skapaði sérstaka stemmningu. Daginn eftir var haldið "gala kvöld" fyrir þátttakendur Íslansdsvikunnar og starfsfólk ferðaskrifstofa í Skotlandi, þar sem um það bil 280 manns mættu. Kynningin var í formi sjónvapsspjallþáttar þar sem sölustjóri Icelandair í Glasgow, David Sanderson, var þáttastjórnandinn og íslensku þátttakendurnir voru teknir "í sófann". Inná milli voru auglýsingahlé þar sem fyrirtæki kynntu sína vöru. Uppátækið vakti mikla kátínu og gekk vel í alla staði. Þann 27. október lauk okkar hluta með hádegisverði ásamt lykilfólki og stjórnendum 28 ferðaskrifstofa. Þessi uppákoma var haldin í Mar Hall fallegum herragarði u.þ.b. 20 mínútna akstur frá Glasgow. Allt gekk þetta mjög vel en viðburðir sem þessir þjóna því mikilvæga hlutverki að mynda og styrkja tengsl á milli aðila," segir Sigrún. Íslensk menning og maturHin opinbera kynning fyrir skoskan almenning var einnig sérlega fjölbreytt. Í kynningu sem send var út í Bretlandi fyrir nokkru má m.a. lesa: "Dálítið af Íslandi, "heitasta" (coolest place) landi í Evrópu, mun verða í sviðsljósinu í Skotlandi í næstu viku. Gagnkvæmar mætur þjóðanna hvor á annarri gera heimsóknir Skota til Íslands "eins og þeir séu heima hjá sér og öfugt". Íslenskt tónlistarlíf, menning og hinn frábæri íslenski matur vekur hvarvetna mikila athygli og eiga Skotar eftir að heyra og sjá mikið meira um það efni í vikunni." Áhersla var lögð á íslenska menningu og m.a. sýndu fjórir íslenskir listamenn list sína í Centre for Contemporary arts. Sýningin hófst 8. október og stendur í sex vikur. Þá var hljómsveitin SKE með tónleika. Siggi Hall eldaði úr íslensku hráefni á La Bonne Auberge veitingastaðnum ásamt yfirkokki staðarins og vakti verðskuldaða athygli. Dagana 15.-21. október gafst þeim sem voru að versla í Buchanan Galleries kostur á að vinna lúxusferð til Íslands fyrir tvo og er þá bara fátt eitt nefnt. Sem fyrr segir voru það Icelandair UK sem sáu um allt skipulag en aðrir sem tóku þátt voru Höfuðborgarstofa, Bláa Lónið, Icelandair hotels, Radisson SAS Saga og Island, Reykjavik Excursions, Hertz UK og nokkur fyrirtæki frá áfangastöðum þeirra vestanhafs, auk Ferðamálaráðs Íslands. Íslensku þátttakendurnir fyrir utan Mar Hall. Morgunverður með fjölmiðlum var haldinn á La Bonne Auberge og snjóvél jók enn á stemmninguna.  
Lesa meira

Áframhald kynningarstarfs í Kína

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að kynna Ísland sem áfangastað fyrir kínverska ferðamenn. Verkefnið er unnið í samstarfi Ferðamálaráðs, sendiráðs Íslands í Kína, Icelandair, Útflutningsráðs, Scandinavian Airline Systems og fleiri aðila. Markmiðið er að fá Kínverskar ferðaskrifstofur til þess að bæta Íslandi við sem áfangastað í skipulögðum hópferðum þeirra til Norður-Evrópu. Sem kunnugt hefur mikill uppgangur verið í efnahagslífi í Kína og talið að utanlandsferðir Kínverja muni vaxa hröðum skrefum. Þannig séu mikil sóknarfæri fyrir hendi á sviði ferðamála og því mikilvægt fyrir Ísland að komast sem fyrst "á kortið" sem áfangastaður fyrir Kínverja. Í apríl sl. undirrituðu Kína og Ísland svonefnt ADS-samkomulag (Approved Destination Status) og í kjölfarið fengu ríflega 500 ferðaskrifstofur leyfi til þess að skipuleggja ferðir frá Kína til Íslands. Síðan hefur verið unnið áfram að málinu og m.a. kom Kínverski ferðamálastjórinn í heimsókn hingað til lands og átti fundi með Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra.  
Lesa meira