Fara í efni

Nýsköpunarverðlaun SAF afhent á félagsfundi

madurvidfoss
madurvidfoss

Föstudaginn 19. nóvember næstkomandi verða nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar veitt. Athöfnin fer fram á félagsfundi SAF sem haldinn veður á Hótel Sögu og hefst kl. 15.

Dagskrá fundarins er þannig að Örn D. Jónsson, prófessor í nýsköpunarfræðum heldur erindi. Í kjölfarið fylgir verðlaunaafhending síðan léttar veitingar. Í stjórn úthlutunarnefndar verðlaunanna eru Jón Karl Ólafsson, formaður SAF Guðrún Gunnarsdóttir frá Hólaskóla og Clive Stacy frá Arctic Experience. Þátttöku á fundinum er hægt að skrá á skrifstofu SAF, info@saf.is

Þessa og fleiri fréttir er hægt að nálgast
í nýju fréttabréfi SAF.