Fara í efni

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands

Dagana 26. og 27. nóvember 2004 næstkomandi halda Ferðamálasamtök Íslands aðalfund sinn fyrir árið 2004. Er hann að þessu sinni haldinn á Hótel Stykkishólmi.

Dagskráin hefst kl. 13 föstudaginn 26. nóvember með ávarpi Péturs Rafnssonar, formanns samtakanna. Þá fjallar Kjartan Lárusson, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands, um samstarfið í ferðaþjónustu á Norðurlandi og Jón Gunnar Borgþórsson, rekstrarhagfræðingur hjá JGB ráðgjöf, fjallar um Ferðatorg 2005. Að loknu kaffihléi halda aðalfundarstörf áfram samkvæmt lögum félagsins. Dagurinn endar síðan með kvöldverði og kvöldvöku.

Seinni fundardagur hefst kl. 9:30 með ávarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Þá fjallar Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, um ferðaþjónustu í dreifbýli og Magnús Oddsson ferðamálastjóri fer síðan yfir ástand og horfur í lok árs. Loks fjallar Sigríður Finsen, hagfræðingur í Grundarfirði, um ferðaþjónustu og umhverfismál á Snæfellsnesi. Á eftir verða pallborðsumræður og fyrirspurnir.

Skráning á fundinn er í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is og bókun herbergja er á Hótel Stykkishólmi í síma 430-2100. Dagskrá fundarins fylgir hér að neðan.

Dagskrá fundarins.

Föstudagur 26. nóvember.

Kl.: 11:30 Hótel Stykkishólmur - Afhending fundargagna
Kl.: 13:00 Aðalfundur FSÍ haldinn á Hótel Stykkishólmi
Kl.: 13:05 Setning - Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands
Kl.: 13:20 Skipað í fastanefndir aðalfundar
Kl.: 13:30 Samstarfið í ferðaþjónustu á Norðurlandi - 
               Kjartan Lárusson, framkv.stj. Markaðsskrifstofu ferðamála
Kl.: 13:50 Sýningar - Ferðatorg 2005
               Jón Gunnar Borgþórsson, rekstrarhagfr.hjá JGB ráðgjöf
Kl.: 14:10 Fyrirspurnir
Kl.: 14:30 Kaffihlé
Kl.: 15:00 Framhald aðalfundarstarfa skv. lögum FSÍ
Kl.: 18:00 Skoðunarferð í Stykkishólmi
Kl.: 19:00 Léttar veitingar
Kl.: 20:00 Kvöldverður og kvöldvaka

Laugardagur 27. nóvember.

Kl.: 09:30 Ávarp samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar
Kl.: 09:45 Ferðaþjónusta í dreifbýli - Einar K. Guðfinnsson,
               form. Ferðamálaráðs Íslands
Kl.: 10:05 Ástand og horfur í lok árs - Magnús Oddsson,
               ferðamálastjóri.
Kl.: 10:25 Ferðaþjónusta og umhverfismál á Snæfellsnesi
               Sigríður Finsen, hagfr. Grundarfirði
Kl.: 10:45 Pallborð - Fyrirspurnir
Kl.: 11:15 Fundarslit.

Fundarstjóri: Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar

Skráning á fundinn er í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is og bókun herbergja er á Hótel Stykkishólmi í síma 430-2100