Fara í efni

Nýr vefur farfugla

hostelvefur
hostelvefur

Bandalag íslenskra farfugla hefur opnað nýjan vef og leysir hann af hólmi eldri vef samtakanna sem settur var í loftið árið 1999.

Í frétt á vefnum segir m.a. að ekki þurfi að fara mörgum orðum um gildi vefsins fyrir starfsemi farfugla, því á undanförnum árum hafi vefurinn verið langþýðingarmesta upplýsingarveitan fyrir þá sem eru að leita sér upplýsinga um starfsemi farfugla og farfuglaheimilanna. Á vefnum er m.a. hægt að fræðast um starfsemi Bandalags farfugla, þar eru ýtarlegar upplýsingar um öll farfuglaheimili innan samtakanna hérlendis, tengingar við farfuglaheimili erlendis og fleira. Hönnun, tæknileg útfærsla og uppsetning var unnin í samvinnu við Hugvit. Sjá vef farfugla.