Fréttir

Þetta er ekki alveg búið!

Í ljósi frétta af fjölgun Covid-smita síðustu daga viljum við hvetja ferðaþjónustuaðila til enn frekari árvekni í sóttvörum. Mikilvægt er að þeir hvetji viðskiptavini til slíks hins sama og auðveldi þeim sem mest má vera að gæta að persónulegum sóttvörum
Lesa meira

Um 150 milljarða glataður virðisauki í ferðaþjónustu árið 2020 vegna COVID-19

Virðisauki á hvern ferðamann dregist saman allt frá 2010 og ferðaþjónustan illa í stakk búin til að takast á við niðursveiflu.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 30. ágúst. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Evrópubúar vilja helst ferðast innanlands eða til næstu nágrannalanda

Um 70% Evrópubúa hafa áform um að ferðast næstu sex mánuði eða til nóvemberloka skv. niðurstöðum könnunar sem Evrópska ferðamálaráðið birti fyrir stuttu. Könnunin er nú framkvæmd í sjöunda sinn¹ meðal íbúa helstu ferðamannaþjóða Evrópu². Löngunin til að ferðast hefur ekki mælst svo mikil frá því hún fór af stað í ágústmánuði árið 2020.
Lesa meira

42.600 brottfarir erlendra farþega í júní

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 42.500 í nýliðnum júnímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða rúmlega sex sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund. Frá áramótum hafa tæplega 75 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er 78% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega rúmlega 340 þúsund.
Lesa meira

Ferðamálastofa gerir ráð fyrir tæplega 2 milljónum ferðamanna á næsta ári

Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 890 þúsund erlendir ferðamenn muni sækja landið heim í ár og á næsta ári verði fjöldinn svipaður og hér var 2019, eða um 1.950 þúsund. Þetta var meðal þess sem fram kom á málstofu sem Ferðamálastofa tók þátt í hjá Háskólanum á Hólum í liðinni viku.
Lesa meira

Æv­in­týra­eyj­an Ís­land - Jogg­ing­bux­um breytt í göngu­skó

Í dag hefst ný markaðsherferð á vegum markaðsverkefnisins Ísland – saman í sókn sem hvetur fólk til að ferðast til Íslands og upplifa þau fjölmörgu ævintýri sem land og þjóð hefur upp á að bjóða.
Lesa meira

Fyrstu skýrslur um gerð þjóðhagslíkans fyrir ferðaþjónustuna

Ferðamálastofa réð sl. haust fyrirtækið Hagrannsóknir sf. til að gera þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna og sem tengja má við þjóðhagslíkön hins opinbera. Í fyrstu niðurstöðum kemur fram að heppilegast sé að þróa fyrst svokallað CGE ferðageiralíkan fyrir Ísland.
Lesa meira

14.400 brottfarir erlendra farþega í maí

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 14.400 í nýliðnum maímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða fjórtán sinnum fleiri en í maí 2020, þegar brottfarir voru um eitt þúsund. Frá áramótum hafa tæplega 32 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er 90,4% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega tæplega 336 þúsund.
Lesa meira

Uppfærð merkingahandbók og handbók um náttúrustíga

Fyrir skömmu var opnuð vefsíðan godar­leidir.is en hún er hugsuð sem upphafs­staður fyrir alla þá sem með einum eða öðrum hætti vinna að innviða­hönnun ferða­mannastaða eða huga að fram­kvæmdum á þeim.
Lesa meira