Fara í efni

Stofngjald í Ferðatryggingasjóð

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Ferðamálstofa vekur athygli á að greiðsluseðlar vegna stofngjalda í Ferðatryggingasjóð eru nú að berast í netbanka ferðaskrifstofa.

Af tæknilegum ástæðum hefur ekki reynst unnt fyrr en nú að birta greiðsluseðlana. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það hann að hafa haft.

Skv. lögunum er gjalddagi 1. september og eindagi er sá sami. Greiðslur sem eiga sér stað eftir gjalddaga bera ekki vexti. Sökum þess hve dregist hefur að birta greiðsluseðlana verður hægt að greiða stofngjaldið til 15. sept.

Aðild að Ferðatryggingasjóði telst samþykkt þegar stofngjaldið hefur verið greitt.