Fréttir

Staða íslenskrar ferðaþjónustu í árslok 2021 - fjárhags- og rekstrargreining

Þriðjudaginn 4. janúar klukkan 11:00 verður kynning á fjárhags- og rekstrargreiningu íslenskrar ferðaþjónustu fyrir árin 2020 og 2021. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra mun opna kynninguna og síðan munu Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Benedikt K. Magnússon sviðstjóri ráðgjafasviðs KPMG kynna niðurstöður skýrslunnar. Kynningunni verður streymt beint um netið og gerð aðgengileg á vefsíðu Ferðamálastofu að henni lokinni.
Lesa meira

Jólakveðjur frá Ferðamálastofu

Ferðamálastofa sendir samstarfsaðilum og landsmönnum öllum kærar jólakveðjur og óskir um gæfuríkt nýtt ár.
Lesa meira

Raggagarður í Súðavík hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2021

Í dag var tilkynnt hver myndi hljóta Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2021. Ferðamálastofa hefur ákveðið að verðlaunin komi að þessu sinni í hlut Vilborgar Arnarsdóttur fyrir uppbyggingu Raggagarðs í Súðavík.
Lesa meira

Rekstur ferðaþjónustunnar á liðnu sumri og horfurnar framundan - Niðurstöður og kynning könnunar

Ferðaþjónustan hefur átt undir högg að sækja í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þrátt fyrir að veiran hafi ennþá mikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu er ljóst að ferðaþjónustan gekk betur síðastliðið sumar samanborið við sumarið 2020.
Lesa meira

Greiðsla iðgjalda í Ferðatryggingasjóð

Ferðamálastofa vekur athygli á ekki verða gefnar út sérstakar kvittanir fyrir greiðslu iðgjalds í Ferðatryggingasjóð 2021 en bendir á að hægt er að prenta út kvittun fyrir greiðslunni í netbanka ferðaskrifstofunnar sem fylgiskjal í bókhaldi. Einnig er möguleiki á að prenta út iðgjaldsákvörðunina og láta fylgja með.
Lesa meira

Endurmat tryggingaútreikninga og réttmæti gagna

Ferðamálastofa vekur athygli á því að í upphafi nýs árs (2022) mun stofnunin hefja eftirlit með réttmæti framlagðra gagna og upplýsinga sem lágu til grundvallar endurmati tryggingaútreikninga.
Lesa meira

Hvernig gekk rekstur ferðaþjónustunnar í sumar og hverjar eru horfurnar framundan? - Kynning

Miðvikudaginn 15. desember mun Oddný Þóra Óladóttir sérfræðingur á tölfræðisviði Ferðamálastofu kynna niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var til að meta hvernig sumarið 2021 gekk hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum í samanburði við 2020 og 2019 og hvernig fyrirtækin sjá horfurnar framundan.
Lesa meira

75 þúsund brottfarir erlendra farþega í nóvember

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 75 þúsund í nýliðnum nóvembermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Horfa þarf allt til ársins 2015 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í nóvembermánuði.
Lesa meira

Ráðstefna um efnisframleiðslu og markaðssetningu í ferðaþjónustu

Þann 9.desember verður haldin ráðstefna um efnisframleiðslu/markaðssetningu í ferðaþjónustu og áhrif hennar á leitarvélabestun. Fjallað verður bæði um möguleika áfangastaða, sem og fyrirtækja í ferðaþjónustu til að ná til markhópa sinna og hvernig samstarf við áhrifavalda nýtist í því samhengi.
Lesa meira