25.07.2021
Í framhaldi af reglugerð um samkomutakmarkanir, hafa verið gefnar út uppfærðar leiðbeiningar til rekstraraðila. Annars vegar tjaldsvæða- og hjólhýsasvæða og hins vegar fyrir veitingastaði, kaffihús, krár og bari.
Lesa meira
23.07.2021
Ferðamálastofa minnir handhafa ferðaskrifstofuleyfa á að þann 1. ágúst næstkomandi er síðasti skiladagur gagna vegna endurmats tryggingafjárhæða og þar með umsóknar um aðild að hinum nýja Ferðatryggingasjóði. Skylduaðild er að sjóðnum og þurfa því allar ferðaskrifstofur að sækja um samhliða skilum á gögnum vegna árslegs endurmats. Athugið að ekki verður um frekari frest að ræða og verður ferðaskrifstofuleyfið fellt niður berist umbeðin gögn ekki í síðasta lagi 1. ágúst
Lesa meira
22.07.2021
Í ljósi frétta af fjölgun Covid-smita síðustu daga viljum við hvetja ferðaþjónustuaðila til enn frekari árvekni í sóttvörum. Mikilvægt er að þeir hvetji viðskiptavini til slíks hins sama og auðveldi þeim sem mest má vera að gæta að persónulegum sóttvörum
Lesa meira
21.07.2021
Virðisauki á hvern ferðamann dregist saman allt frá 2010 og ferðaþjónustan illa í stakk búin til að takast á við niðursveiflu.
Lesa meira
19.07.2021
Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 30. ágúst. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira
15.07.2021
Um 70% Evrópubúa hafa áform um að ferðast næstu sex mánuði eða til nóvemberloka skv. niðurstöðum könnunar sem Evrópska ferðamálaráðið birti fyrir stuttu. Könnunin er nú framkvæmd í sjöunda sinn¹ meðal íbúa helstu ferðamannaþjóða Evrópu². Löngunin til að ferðast hefur ekki mælst svo mikil frá því hún fór af stað í ágústmánuði árið 2020.
Lesa meira
12.07.2021
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 42.500 í nýliðnum júnímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða rúmlega sex sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund. Frá áramótum hafa tæplega 75 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er 78% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega rúmlega 340 þúsund.
Lesa meira
01.07.2021
Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 890 þúsund erlendir ferðamenn muni sækja landið heim í ár og á næsta ári verði fjöldinn svipaður og hér var 2019, eða um 1.950 þúsund. Þetta var meðal þess sem fram kom á málstofu sem Ferðamálastofa tók þátt í hjá Háskólanum á Hólum í liðinni viku.
Lesa meira