Fréttir

Skráning á Iceland Travel Tec - Spennandi fyrirlestrar um fjölbreytt málefni

Iceland Travel Tech - Nordic Edition fer fram 3. júní, frá kl.13-16, bæði rafrænt og í raunheimum. Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn hafa fengið til liðs við sig frábæra fyrirlesara sem munu fjalla um allt frá notkun Tik Tok í markaðsstarfi til bálkakeðja og hvernig þær geta aukið traust ferðamanna til áfangastaða.
Lesa meira

Mismunandi spáaðferðir bestar eftir tíðni og lengd spáa

Síðastliðið haust samdi Ferðamálastofa við ráðgjafarfyrirtækið Intellecon ehf. um að þróa spálíkön fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Fyrstu afurðum verkefnisins hefur nú verið skilað og voru kynntar á opnum fundi í liðinni viku.
Lesa meira

Er hugmyndin um sveiflukennda íslenska ferðaþjónustu orðin mýta?

Verulega hefur dregið úr árstíðasveiflu í íslenskri ferðaþjónustu síðasta áratug. Ísland hefur á sama tíma farið frá því að vera það Norðurlandanna sem er með mesta árstíðasveiflu, til þess að vera það næststöðugasta. Þá er árstíðasveiflan hér á líku róli og í mörgum Evrópulöndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Má í raun segja að hugmyndin um hina sveiflukenndu íslensku ferðaþjónustu sé nú orðin mýta, a.m.k. í samanburði við næstu þjóðir.
Lesa meira

Hádegisfyrirlestur - Spágerð og árstíðasveifur í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa tekur nú upp þráðinn í fyrirlestraröð sinni um áhugaverð rannsóknarefni í ferðaþjónustu. Fyrstu hádegisfyrirlestrarnir þetta vorið verða haldnir fimmtudaginn 20. maí, kl. 12:10-13:30. Létt snarl og drykkir verða á boðstólum frá 11.30. Vegna sóttvarna þurfa þeir sem koma á staðinn að forskrá sig á viðburðinn og hámark er 50 manns. Kynningunni verður einnig streymt beint um netið og hún gerð aðgengileg síðar á vefsíðu Ferðamálastofu.
Lesa meira

Iceland Travel Tech – Nordic Edition

Þann 3.júní standa Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn í þriðja sinn fyrir Iceland Travel Tech ráðstefnuninni. Í ár verður undirheiti ráðstefnunnar "Nordic Edition". Viðburðurinn fer fram bæði í raunheimum og rafheimum en ráðstefnan verður haldin í Grósku-Nýsköpunarhúsi, og streymt samtímis.
Lesa meira

Bókunarstaða hótela á höfuðborgarsvæðinu í haust tekur kipp

Ferðamálastofa hefur nú í nokkurn tíma fylgst náið með bókunarstöðu á hótelum á höfuðborgarsvæðinu til að meta komandi mánuði í ferðaþjónustu.
Lesa meira

Ferðatryggingasjóður – Leiðbeiningar til Ferðaskrifstofa væntanlegar

Eins og kunnugt er liggur nú fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Þess er vænst að lögin verði samþykkt í byrjun júní. Með lagabreytingunni verður til Ferðatryggingasjóður. Með tilkomu hans verða umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi vegna pakkaferðatrygginga.
Lesa meira

Viðbótarfjármunir til uppbyggingar á ferðamannastöðum

Í liðinni viku tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, um úthlutun viðbótarstyrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, samtals að upphæð 122 milljónir króna. Því til viðbótar verður rúmum 70 milljónum króna varið til innviðauppbyggingar og landvörslu við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall samkvæmt tillögum ferðamálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.
Lesa meira

5.800 brottfarir erlendra farþega í apríl

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 5.800 í nýliðnum aprílmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða sex sinum fleiri en í apríl 2020, þegar brottfarir voru tæplega eitt þúsund. Frá áramótum hafa tæplega átján þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er 94,7% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega um 334 þúsund
Lesa meira