Fréttir

Stofngjald í Ferðatryggingasjóð

Ferðamálstofa vekur athygli á að greiðsluseðlar vegna stofngjalda í Ferðatryggingasjóð eru nú að berast í netbanka ferðaskrifstofa. Af tæknilegum ástæðum hefur ekki reynst unnt fyrr en nú að birta greiðsluseðlana. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það hann að hafa haft.
Lesa meira

Ráðherra frestar gjalddaga fyrstu afborgana úr Ferðaábyrgðasjóði

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur tekið ákvörðun um að fresta gjalddaga fyrstu afborgana lána úr Ferðaábyrgðasjóði enn um sinn, eða til 1. desember 2022. Jafnframt er til skoðunar í ráðuneytinu að lengja lánstíma lánanna. Hlutverk sjóðsins, sem er í vörslu Ferðamálastofu, er að veita ferðaskrifstofum lán til að endurgreiða ferðamönnum greiðslur vegna ferða sem var aflýst eða þær afpantaðar á tímabilinu 12. mars til og með 31. júlí 2020. Umfang lánveitinga sjóðsins nemur um 3,2 milljörðum króna.
Lesa meira

Skráning á Vestnorden 2021 opin til 5. september

Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin á Reykjanesi dagana 5.-7. október 2021. Á Vestnorden koma saman ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og ferðaheildsalar víðsvegar að úr heiminum. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og aðrir boðsgestir. Í tengslum við Vestnorden gefst ferðaheildsölunum auk þess kostur á að fara í kynnisferðir til landanna þriggja.
Lesa meira

Áfallaþol og órofinn rekstur grundvöllur öryggis fyrirtækja í ferðaþjónustu á meðan hjarðónæmi er náð

Fréttaflutningur hefur leitt í ljós að töluverðar líkur eru á að COVID-19 smit geti haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja á næstu vikum og mánuðum á meðan COVID-19 gengur yfir samfélagið, með stýrðum hætti eins og kostur er, þar til hjarðónæmi er náð meðal þjóðarinnar.
Lesa meira

110 þúsund brottfarir erlendra farþega í júlí

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 110 þúsund í nýliðnum júlímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða meira en tvöfalt fleiri en í júlí 2020. Horfa þarf allt til febrúarmánaðar 2020 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í einum mánuði.
Lesa meira

Hlutfallsskipting þjóðerna úr brottfarartalningum í júlí

Vegna mikillar eftirspurnar er hlutfallsskipting þjóðerna úr brottfarartalningu Ferðamálastofu og Isavia birt. Ber að athuga að einungis er um að ræða hlutfallsskiptingu þjóðerna en beðið er eftir staðfestum fjölda brottfararfarþega frá Isavia svo hægt sé að ákvarða fjölda erlendra brottfararfarþega skipt eftir þjóðernum.
Lesa meira