Fara í efni

Skráning á Vestnorden 2021 opin til 5. september

Eldgosið í Geldingadölum dregur daglega að sér fjölda fólks. Mynd: Toby Elliott á Unsplash.
Eldgosið í Geldingadölum dregur daglega að sér fjölda fólks. Mynd: Toby Elliott á Unsplash.

Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin á Reykjanesi dagana 5.-7. október 2021. Á Vestnorden koma saman ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og ferðaheildsalar víðsvegar að úr heiminum. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og aðrir boðsgestir. Í tengslum við Vestnorden gefst ferðaheildsölunum auk þess kostur á að fara í kynnisferðir til landanna þriggja.

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að skráningargjald á Vestnorden muni haldast óbreytt út skráningartímann eða til og með 5. september næstkomandi. Á þetta bæði við um skráningargjald fyrir sýnendur og kaupendur. Einnig verður hægt að afbóka án kostnaðar til 25. ágúst nk.
Við hvetjum alla áhugasama til að skrá sig sem fyrst.

Skráning á Vestnorden

Vestnorden er haldin af Ferðamálasamtökum Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Vestnorden fer fram til skiptis af löndunum þremur, þar af annað hvert ár á Íslandi.

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili Vestnorden í ár en Sena sér um skipulagningu. Fyrir frekari upplýsingar um kaupstefnuna er hægt að hafa samband við Senu á netfangið vestnorden2021@sena.is eða í síma: 510-3900.

Mynd: Toby Elliott á Unsplash