Fréttir

Evrópubúar gera sér vonir um að geta ferðast fyrri hluta sumars

Ríflega helmingur (54%) Evrópubúa hefur áform um ferðalög næstu sex mánuðina eða fyrir júlílok samkvæmt nýjustu könnun¹ Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) sem kynnt var á vefsíðu ráðsins í gær. Könnunin hefur verið gerð á mánaðarfresti frá því í ágúst síðastliðnum meðal íbúa helstu ferðamannaþjóða Evrópu.
Lesa meira

Northbound ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Northbound ehf., kt. 4812150720, Flugvallarbraut 752, 262 Reykjanesbæ, hefur verið fellt úr gildi þar sem félagið hefur hætt ferðaskrifstofurekstri.
Lesa meira

Stöðuskýrsla (Q4) Evrópska ferðamálaráðsins - European Tourism: Trends and prospects

Fjórða ársfjórðungsskýrsla Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) fyrir árið 2020 kom út fyrir helgi en þar er fjallað um þróunina í ferðaþjónustu á nýliðnu ári með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum sem og horfurnar framundan. Fyrri ársfjórðungsskýrslum hefur áður verið gerð stuttlega skil með fréttum á vefsíðu Ferðamálastofu.
Lesa meira

4.300 brottfarir erlendra farþega í janúar

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 4.300 í nýliðnum janúarmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 96,4% færri en í janúar 2020, þegar brottfarir voru tæplega 121 þúsund talsins.
Lesa meira

Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2021-2023 staðfest af ferðamálaráðherra

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hefur staðfest rannsóknaráætlun 2021-2023. Í reglugerð nr. 20/2020 um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála er kveðið á um að Ferðamálastofa skuli árlega móta og láta framkvæma rannsóknaráætlun til þriggja ára í senn.
Lesa meira

Fjölgar í Vakanum

Tvö ný fyrirtæki gengu á dögunum til liðs við Vakann, gæða og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar. Þetta eru bílaleigan Blue Car Rental og DMC I travel.
Lesa meira

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna árið 2020

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna til Íslands árið 2020 var tæp hálf milljón, þegar allir innkomustaðir eru taldir. Um var að ræða 75,8% færri ferðamenn en árið 2019 en þá mældust þeir um tvær milljónir.
Lesa meira

Merki Hreint og öruggt / Clean & Safe í boði fyrir ferðaþjónustufyrirtæki

Í nýútkominni könnun frá Evrópska ferðamálaráðinu ETC um ferðaáform Evrópubúa koma athyglisverðar niðurstöður í ljós, líkt og sjá má í frétt sem Ferðamálastofa birti á dögunum. Skýrslan sýnir m.a. áhugaverðar niðurstöður um viðhorf fólks til öryggis- og sóttvarnareglna þar sem 67% aðspurðra segja að strangar öryggis-og sóttvarnaráðstafanir byggi upp traust og geri ferðalagið ánægjulegra.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 26. febrúar. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Skýrsla OECD um sjálfbæra þróun ferðaþjónustu

Vert er að benda á nýútkomna skýrslu ferðamálanefndar OECD um sjálfbæra þróun ferðaþjónustu, Managing Tourism Development for Sustainable and Inclusive Recovery. Skýrslan var unnin með stuðningi Evrópusambandsins og er gott innlegg í uppbyggingu greinarinnar sem er framundan.
Lesa meira