Fara í efni

Umfjöllun um Vakann í nýútkominni handbók Evrópska ferðamálaráðsins um sjálfbærni

Úr handbók ETC
Úr handbók ETC

Út er komin handbók á vegum Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) um sjálfbæra ferðaþjónustu „Encouraging Sustainable Tourism Practices“. Handbókin er leiðarvísir og hvatning til ferðaþjónustunnar um að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í skipulagi og rekstri. Yfirvöld, stefnumótandi aðilar, stofnanir, sveitarfélög, samtök, fyrirtæki svo og ferðamenn hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að því að breyta því sem þarf á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu. 

Vakinn og Hidden Iceland

Í handbókinni er m.a. að finna 20 áhugaverðar dæmisögur um áfangastaði og fyrirtæki sem náð hafa að tileinka sér sjálfbærni í skipulagi og rekstri út frá efnahagslegum, félagslegum og umhverfisvænum þáttum.

Ánægjulegt er að nefna dæmisögu nr. 5 á bls. 66 þar sem fjallað er um Ísland. Þar er sagt frá ferðaþjónustufyrirtækinu Hidden Iceland sem fékk vottun Vakans árið 2020 og gullvottun í umhverfishluta árið 2021. Við uppbyggingu starfseminnar og við gerð umhverfisstefnu nýtti fyrirtækið sér gátlistann „Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu“ sem er nauðsynlegt fylgigagn þegar kemur að vottun Vakans.

Hægt er að lesa handbókina í heild sinni og skoða dæmin ásamt umfjöllun og tillögum um ábyrga starfshætti í anda sjálfbærni á vef Evrópska ferðamálaráðsins, með því að smella hér.