Fara í efni

Þjóðernasamsetning í september

Mynd: © Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: © Ragnar Th. Sigurðsson

Vegna mikillar eftirspurnar er hlutfallsskipting þjóðerna úr brottfarartalningu Ferðamálastofu fyrir nýliðinn septembermánuð birt. Þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfararfarþega frá Íslandi í september verður hægt að ákvarða fjölda þeirra eftir þjóðernum.

Hlutfallsskipting gefur til kynna að brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í september hafi verið um 78,9% af heildarbrottförum.

 

Brottfarir erlendra farþega

Tæp 28% erlendra farþega í september voru Bandarískir. Þjóðverjar komu þar á eftir með 12,9% erlendra farþega í september vour þýskir. Í þriðja sæti komu brottfarir Breta (6,1%) og í því fjórða Frakka (6,0%). Hér til hliðar má sjá yfirlit yfir hlutfallsskiptingu tíu stærstu þjóðerna en samtals voru brottfarir þeirra 77,7%.

 

Ítarlegri tölfræði verður birt á vefsíðu Ferðamálastofu 11. október þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfara frá Íslandi í september.